Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Íslenska óperan

Ég fór í Óperuna á sunnudagskvöldið síðasta að sjá Cavalleria rusticana og Pagliacci í boði tengdaforeldra minna.  Þetta eru tvær stuttar, en bráðskemmtilegar óperur.  Ég hef aldrei áður komið í þetta óperuhús (gamla bíó) og ég verð að segja að ég dáist að því hvernig þeir fara yfirleitt að því að setja upp óperur á þessu litla sviði.  Mikið held ég að allir verði glaðir þegar almennilegt óperuhús rís.  Að ég tali nú ekki um sætin, við sátum þó uppi á svölum þar sem eru betri stólar en niðri!  Þetta var mikil upplifun og ég var mjög hrifin.  Þarna voru margir stórsöngvarar á borð við Sólrúnu Bragadóttur, Jóhann Friðgeir, Tómas Tómasson ofl.  En ég verð að segja að Kristján Jóhannsson bar þó höfuð og herðar yfir aðra í sýningunni, auðheyrt að hann er af öðru ,,caliberi" að öllum öðrum ólöstuðum.

kv

Guðbjörg Oddsd.


Gleymdi að klukka áfram....

Ég klukka Kötlu, Eyjólf Sturlaugsson, Önnu siggu og Helgu Einarsd.

Klukk - hvað ?

Ég get víst ekki skorast undan þessu klukki, bæði mamma og Sigurrós búnar að klukka migSmile

4 störf sem ég hef unnið:

Hér er sko af mörgu að taka, hef greinilega komið víða við en gert t.d. þetta:

Verkstjóri í unglingavinnu í Fellabæ í tvö sumur.  Vann í fataversluninni Skógar í tvö sumur, nokkur jólafrí og í hlutastarfi einn vetur.  Vann á endurskoðunarskrifstofu eina önn sem sendill/ritari og hef að lokum unnið sem grunnskólakennari í bráðum þrettán ár.

4 bíómyndir

Ég er alveg glötuð í að muna eftir því hvaða bíómyndir mér hafa fundist góðar, eins með hvaða bækur mér finnst góðar.  Hugsa oft með mér, þetta er besta mynd/bók sem ég hef séð/lesið og er búin að gleyma því eftir viku. En..........

Ég hef áreiðanlega horft 100 sinnum á pretty woman (mjög oft með mömmu eða systu ; ).  Mér fannst líka Mamma mía alveg frábær, ótrúleg stemmning.  Allar Harry Potter myndirnar eru góðar.  Svo verð ég að nefna eina mynd, ekki vegna þess að hún hafi endilega verið svo góð.  við systur gleymum henni líklega aldrei What lies beneath, minnir mig að hún heiti.  Hef aldrei verið eins hrædd og aldrei séð svona mynd eftir þetta.

4 staðir sem ég hef búið á

Egilsstaðir.  Selfoss. Surrey í Englandi og Reykjavík/Kópavogur.  þetta eru reyndar 5.

4 sjónvarpsþættir

Allir sem þekkja mig vel ættu að vita að ég er forfallin ER aðdáandi.  Ég hef líka fylgst með One tree hill (eins og unglingarnir).  Mér finnst alltaf gaman að horfa á CSI og finnst vera veisla ef ég get séð þætti um Taggart.  Annars elska ég flest alla breska þætti, fíla breskan húmor og elska að hlusta á ensku.

4 staðir sem ég hef komið til í fríum

Eitt sinn fór ég í reisu til Singapore og Taílands, hef líka komið ansi oft til Bretlands og á eftir að fara miklu oftar þangað (love it).  Í sumar fórum við familían til Danmerkur og ég hef líka komið til Spánar og á fleiri staði.

4 matarkyns

Mér finnst fiskisúpa eddu frænku algert æði, gæti borðað hana í öll mál.  Ég elska hamborgarhrygg eldaðan a la mamma style.   Humar er algert lostæti og neita mjög sjaldan góðum eftirrétti.

4 bækur

Allar Harry Potter bækurnar (er forfallinn potter aðdáandi).  Mér finnst mjög gaman að lesa bækur eftir Dan Brown og hef líklega lesið allar bækur Patriciu Cornwell um réttarmeinafræðinginn Kay Scarpetta.  einnig er ég nýlega búin að lesa The Machiavelli Covenant eftir Allan Folsom.

4 óskastaðir núna

Gæti vel hugsað mér að skreppa til Bretlands eða jafnvel Parísar í stutta ferð.  Væri líka til í að fara með bóndanum í helgarferð út á land á hótel eða í sumarbústað (barnlaus).  Gæti líka hugsað mér að prófa að fara til Köben í lok nóvember, svona aðventuferð.  Helst þyrfti ég að geta komist til þessara staða með hugarorku þar sem flugvélar eru ekki alveg vinkonur mínar.

 Vona að þið hafið fengið einhverja innsýn í mitt líf, annars verið óhrædd við að biðja um frekari upplýsingar Wink

Góða helgi öll sömul

kveðja

Guðbjörg


Þetta gengur ekki lengur

Tvö blogg í mánuði.......þetta gengur auðvitað alls ekki.  Stefnan er að fara að sinna þessu betur.

Annars er allt gott að frétta af fjölskyldunni í Kópavoginum og lífið farið að ganga sinn vana gang.  Ragnar Fannberg fékk loksins pláss á leikskóla og finnst ótrúlega gaman á leikskólanum sínum Kór.  Hann er líka svo duglegur að æfa sig að vera bleyjulaus og pissa í kopp eða klósett eins og ,,stóru krakkarnir".  Hann er líka að æfa sig í að sofa í ,,stórustráka rúmi" við ómælda gleði foreldranna W00t því hann kemur a.m.k. 10 ferðir fram úr því áður en hann lognast útaf.  Karlotta var að byrja í söngskóla Maríu í síðustu viku og líkar mjög vel og hún ætlar líka að halda áfram að læra á píanóið.  oddur minn Vilberg er nokkuð kátur þessa dagana og hefur verið mjög duglegur við að kynnast nýjum strákum, bæði í sínum bekk og hinum 4. bekknum í skólanum.  Það er a.m.k. alltaf einn eða tveir drengir með honum þegar hann kemur heim úr skólanum, þó hann fari líka stundum heim með öðrum.  Hann fór t.d. í náttfatapartý í dag eftir skóla, þá bauð einn strákur öllum hinum strákunum  úr árganginum heim til sín, allir í náttfötum auðvitaðCool

Magnús er ánægður í nýju vinnunni og hefur haft nóg að gera nú í haust.  Hann tók upp á því að fara með strætó í vinnuna svo frúin geti haft bílinn til að skutlast með börnin til og frá.  þetta er líka svo ótrúlega umhverfisvænt.

Ég er líka mjög ánægð í vinunni minni og alltaf meira en nóg að gera.  Hef, eins og kennara er síður, verið að dröslast með heimavinnu heim til að sinna á kvöldin svo dagarnir eru stundum langir, en það stendur nú allt til bóta.  Er með námskynningu á morgun fyrir foreldra 6 ára barna frá 17:30 - 19:30, boðið upp á súpu og brauð og fyrirlestur um heilsu og hollustu, ásamt fleiru.  Enda er ég að kenna í heilsuskóla þar sem allir bekkir fara í íþróttir, sund eða hreyfingu á hverjum degi - frábært mál.  Enda eflir það námsárangurinn að hreyfa sig reglulega og eykur blóðflæði til heilans.

Kveðja til ykkar allra

p.s.

Silla og Loftur Þór áttu bæði afmæli á mánudaginn var - til hamingju með það.


Brunnurinn

Ég hélt ég myndi bilast úr hlátri þegar hann sonur minn var að lýsa fyrir mér sírn sem hann var í á sunnudaginn.

Oddur: mamma mannstu í skírninni sem ég var í á sunnudaginn, hvað heitir aftur strákurinn?

mamma: hvaða strákur, ertu að meina barnið sem var skírt, hann heitir Jón Ingi.

Oddur: já en mamma, sko þegar þau stóðu með hann hjá brunninum og það átti að fara að setja vatnið......

Hér bilaðist ég úr hlátri, ég hélt ég hefði nú farið nógu oft með son minn í kirkju til að hann kallaði ekki skírnarfontinn brunn.  Svo áttaði hann oddur minn sig á því að þetta héti kannski ekki brunnur og við gátum hlegið okkur máttlaus að þessu saman. 

Börn eru yndisleg.

Guðbjörg 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband