Er ég orðin svona gömul?

Ég ákvað að skella loks inn einni færslu svona eftir fyrstu vikuna með krúttunum mínum mínum í 1. bekk.

Ég lenti í mjög skemmtilegu atviki á s.l. miðvikudag þegar ég skellti mér í Krónuna að versla.  Ég hitti konu sem ég þekkti strax, en hún var móðir stelpu í fyrsta bekknum ég kenndi eftir að ég útskrifaðist úr kennó.  Hún þekkti mig lika strax og við fórum að spjalla.  Af því að maður er svo sjálflægur finnst manni alltaf að umheimurinn standi í stað meðan tíminn líður hjá manni sjálfum.  Þess vegna fékk ég svona nett sjokk þegar ég komst að því að þessi stelpa er núna 19 ára gömul og ég var að kenna henni þegar hún var 6 og 7 ára!  Móðirin huggaði mig með því að segja að ég liti nú alltaf svo unglega út (vorkenndi mér sennilega við þessa uppgötvun ; )).  Annars þótti mér svo vænt um að mamman sagði mér að af þeim kennurum sem dóttirin hefði haft, væri ég og önnur sem kenndi henni líka þegar sú var nýútskrifuð, bestu kennararnir sem hún hefði haft.  Það færi sko ekki allt eftir reynslunni heldur líka persónuleikanum - ég get ekki lýst því hvað mér þótti vænt um þessi orð.  Maður hefur kennt mörgum og oft velt fyrir sér hvort manni hafi tekist að marka einhver spor í lífi viðkomandi.  Ég bað hana að skila kveðju til dömunnar ef hún myndi eftir mér og mamman sagði að hún myndi sko vel eftir mér og ætlaði að skila því.

Annars er ég búin að kenna 1. bekknum mínum í eina viku og búið að vera mikið gaman.  Auðvitað tekur það á þolinmæðina því þessar elskur eru auðvitað ekki alveg búin að læra að vera í skóla og tala öll í einu og vilja þjónustu strax.  Það eru á börn í bekknum mínum og enginn stuðningsfulltrúi mér til aðstoðar.  Það leggst mjög vel í mig að vinna í þessum skóla, líst mjög vel á samstarfsfólkið og stjórnendur.  Karlotta og Oddur eru líka ánægð og líst bara vel á, eru svona að þreifa fyrir sér í vinamálunum.  Annars vorum við með bekkinn hans Odds hér í afmæli á fimmtudaginn.  Ég bakaði nokkrar pizzur og gerði súkkulaðiköku og svo var farið í ýmsa leiki.  Það var mikið fjör í mannskapnum og ég fann verulega til með fólkinu á neðri hæðinni.  Ég var alveg búin á því eftir þessa viku, enda var annað afmæli hér fyrir familíuna s.l. laugardag, svo ég lak niður í sófann í gærkveldi og sleppti meira að segja fyrsta partýinu á nýjum vinnustað.

Kveðja úr Kópavoginum

Guðbjörg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er lygilegt hvað tíminn líður.

Mér varð litið á kennitölu eins nemanda míns í mentor-kerfinu og tók þar eftir innsláttarvillu sem ég ákvað að punkta hjá mér og benda ritara á. Barnið var óvart skráð fætt árið 2002. En úpps, svo fór heilinn að virka og ég fattaði að blessaður nemendahópurinn sem ég var að taka við er einmitt allur fæddur árið 2002...! ;)

Sigurrós (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 23:15

2 identicon

Góður kennari er ekki sjálfgefið, en góður kennari gefur nemanda mikið. Þetta er gott hrós sem þú vafalítið átt vel skilið! Gott að heyra allt gangi vel:) Kær kveðja í Kópavoginn.

Katla (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 08:53

3 Smámynd: Hulla Dan

Ja ekki gæt ég verið kennari og lít því mikið upp til þín

En er maður ekki orðin pínu gamal þegar maður kemst ekki í partý eftir barna afmæli  Muhahaha
Sumt talar maður bara ekki um Guðbjörg, eða skrökvar pínu og segist ekki hafa komist vegna... t.d þvagfærasýkingar eða eitthvað annað gáfulegt. Bara ekki að maður hafi verið þreyttur eftir afmæli.

Hulla Dan, 1.9.2008 kl. 20:03

4 identicon

Þetta er rétt hjá þér Hulla, ég ætti að skammast mín ..............

Ég segi næst að ég hafi ekki komist vegna þvagfærasýkingar

Guðbjörg

Guðbjörg Oddsd. (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband