Fyrsta bloggfærsla

Þá er komið að því að ég, af öllu fólki er farin að blogga.  Ég verð víst að éta ofan í mig fyrri ummæli mín og fordóma um blogg og reyna að fræðast um þetta af eigin raun, með því að blogga sjálf.

Undanfarnir dagar hafa verið verulega annasamir á mínu heimili.  Heimasætan varð fyrir því óláni að detta í hálku þegar hún var að fara á fimleikaæfingu og nú verður hún að gera svo vel að eyða a.m.k. næstu sex vikum í gifsi upp á læri.  Nú fyrst á eftir að reyna á þolinmæði fjölskyldunnar!  Minnsti stubbur er mjög spenntur yfir hækjunum hennar og notar hvert tækifæri til að reyna að komast í þær.  Hann er líka duglegur að reyna að keyra á hana í göngugrindinni þegar hún staulast um á hækjunum.  Þetta vekur auðvitað litla hrifningu hjá Karlottu minni.  Oddur er voða rólegur yfir þessu öllu og var meira að segja svo góður að ganga úr rúmi fyrir hana, því hennar rúm er svo hátt að hún kemst ekki upp í það með gifsið.

Ég hlýt að hafa fundið þetta á mér því ég var nýbúin að taka ákvörðun um að taka hlé á náminu mínu þessa önnina, því mér finnst ég hafa nóg að gera.   Fæðningarorlofinu mínu lýkur í lok mars og þá tekur Magnús við uppeldinu, þetta hefur verið alltof fljótt að líða.  Jæja, ég læt þetta duga sem fyrstu færslu mína í bloggheimum og skrifa vonandi meira á morgun. 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með nýju síðuna Guðbjörg mín og vertu nú dugleg að blogga, biður bóndi þinn.

Magnús Már Magnússon (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 17:59

2 identicon

Til hamingju með bloggsíðuna. Það hlaut að vera að þú smitaðist af þessu fyrr eða síðar. Velkomin í hópinn.

Mamma.

Ragna Kristín J (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 18:42

3 identicon

Er búin að kvitta í gestabókina en verð nú eiginlega að setja líka að tjá mig hér í "athugasemdaplássinu" :) Ég veit hún frænka mín lítur mjög upp til stóru frænku í Kópavoginum, en þú getur nú sagt henni að hún þurfi samt ekki að brjóta á sér ökklann til að feta í mín fótspor ;)

Sigurrós (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 19:35

4 identicon

Velkomin í bloggheima Guðbjörg mín - það verður spennandi að fylgjast með skrifunum þínum.

Kveðja,
Stefa

Stefa (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 21:39

5 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Velkomin til skrifta. Mér er sagt að fjöldi bloggara á Íslandi sé gefinn upp í hærri tölum en þekkist í nokkru öðru landi. Við erum s.s. í vinningsliðinu.

Kv.Helga R.E. (ammatutte)

Helga R. Einarsdóttir, 26.1.2007 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband