Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Fallegt haustveður

Það er gaman að sjá að veðurguðirnir hafa ákveðið að aðstoða okkur við að horfa björt fram á veginn.  Í gær var dimmt, rok og rigning en í dag er bara hið fallegasta haustveður.  Þegar ég vaknaði í morgun sá ég að bankinn sem hefur að geyma alla mína fjármuni er kominn á hausinn, en ég alveg merkilega róleg yfir þessu.  Held að það bæti ástandið ekkert ef landsmenn flykkjast í bankann til að reyna að taka út allar sínar eigur, þá fyrst fer að skorta fjármagn.  Ég veit að það er ósköp lítið sem ég get gert til að breyta ástandinu og því best að fara bara að ráðum Pollíönu og treysta því að allt fari á besta veg.  Það er búið að segja að það sé búið að tryggja sparifé landsmanna.  Mér finnst ráðamenn allir hafa staðið sig vel við mjög erfiðar aðstæður, auðvitað á eftir að fara betur í saumana á þessu máli síðar og vonandi læra af reynslunni!!!!!!

Ég verð nú að segja að ég vorkenni ekki þeim starfsmönnum Landsbankans sem ,,neyðast" til að hætta á ofurlaununum sínum og fá ,,bara" laun eins og venjulegt fólk.  Spurning hvort aðrir ofurlaunamenn ættu ekki að sýna gott fordæmi og lækka við sig launin í þessari tíð?  það er ýmislegt í lífinu dýrmætara en peningar Smile

 Stórt knús og breitt bros til ykkar allra kæru vinir

Guðbjörg O.


Svartur mánudagur.......

Ekki hefur nú verið gleðiefni að fylgjast með fjölmiðlum í dag.  Ekki veit ég hvaða þýðingu allt þetta hefur fyrir almenning í landinu, hef grun um að ekki sé allt látið flakka sem menn vita og sjá fyrir.  Við eigum t.a.m. eftir að fá greitt og greiða síðust greiðslu í nýrri íbúð og ekki er atvinna bankamanna tryggð.  Þungur dagur, en á morgun hef ég trú á því að menn vakni, tilbúnir til að gera það sem gera þarf og fá storminn í fangið.  Er það ekki Íslendinga siður að standa af sér storma.  Maður verður bara fyrst að fá einn dag til að vera svartsýnn.......

 kveðja

Guðbjörg O.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband