Íslenska óperan

Ég fór í Óperuna á sunnudagskvöldið síðasta að sjá Cavalleria rusticana og Pagliacci í boði tengdaforeldra minna.  Þetta eru tvær stuttar, en bráðskemmtilegar óperur.  Ég hef aldrei áður komið í þetta óperuhús (gamla bíó) og ég verð að segja að ég dáist að því hvernig þeir fara yfirleitt að því að setja upp óperur á þessu litla sviði.  Mikið held ég að allir verði glaðir þegar almennilegt óperuhús rís.  Að ég tali nú ekki um sætin, við sátum þó uppi á svölum þar sem eru betri stólar en niðri!  Þetta var mikil upplifun og ég var mjög hrifin.  Þarna voru margir stórsöngvarar á borð við Sólrúnu Bragadóttur, Jóhann Friðgeir, Tómas Tómasson ofl.  En ég verð að segja að Kristján Jóhannsson bar þó höfuð og herðar yfir aðra í sýningunni, auðheyrt að hann er af öðru ,,caliberi" að öllum öðrum ólöstuðum.

kv

Guðbjörg Oddsd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulla Dan

Eg hef aldrei farið á óperu. Það er eitt af mörgu sem ég ætla að gera þegar ég verð gömul og rík... Allavega rík.

Eigðu góðan dag

Hulla Dan, 29.9.2008 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband