Leikskólamál í Árborg
24.1.2007 | 14:57
Nú er mér verulega heitt í hamsi eftir nýjustu fréttir af leikskólamálum hér í Árborg.
Fyrir rúmu ári síðan var allt í ólestri í leikskólamálum hérna, mjög langir biðlistar og allt fullt hjá dagmömmum. Loks brá meirihlutinn á það ráð að skeyta fjórum útistofum(skúrum) við tvo leikskóla sem fyrir voru. Það voru steyptir grunnar og söguð göt á veggi leikskólanna svo hægt væri að tengja skúrana við þá. Með þessu móti var hægt að saxa verulega á biðlistann. Síðan var hafist handa við að byggja nýjan 6 deilda leikskóla sem tekinn var í notkun í desember s.l. með pomt og prakt, glæsilegur leikskóli. Þarna í millitíðinni voru kosningar í sveitarfélaginu og fyrir þær lofuðu svo til allir frambjóðendur því að í framtíðinni kæmust 18. mánaða börn inn á leikskóla.
Ég ákvað út frá þessum upplýsingum að taka fæðingarorlof í eitt ár og Magnús tæki svo við í tvo og hálfan mánuð. þannig náum við að dekka þennan vetur án dagmömmu. Samkvæmt öllu ætti pilturinn svo að komast í leikskóla í haust.
En viti menn. Nýjum meirihluta var steypt af stóli í Árborg og "gamla" stjórnin tók aftur við völdum. Nú berast þau tíðindi að búið sé að loka einni deild á ný opnuðum leikskólanum og búið að segja upp 5 starfsmönnum og troða börnunum af þessari deild á hinar. Nú eigi að hækka aldurinn á leikskólann í 24 mánaða. Frábært!!!!!!!!!
Það skyldi þó ekki vera að nú þyrfti að safna peningum til að geta borgað laun fyrir þrjá bæjarstjóra? Hvað er þá betra en að skera niður þjónustu við fjölskyldufólk.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Þessi leikskólamál eru algjörlega óþolandi! Ég sótti um leikskóla fyrir Markús hér fyrir sunnan þegar hann var 7-8 mánaða. En það skiptir ekki máli hvenær sótt er um pláss. Þau raðast inn á skólana nákvæmlega eftir aldri og hann er 11. í röðinni á þá þrjá leikskóla sem eru hér í nágrenninu. Það þýðir að hann kemst ekki að fyrr en næsta haust og verður þá rétt tæplega 2 ára.
Stefa (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 17:19
Það kaldhæðnislega við þetta allt saman er að þessir flokkar sem mynda meirihlutann hér í Árborg (Samfylking, Framsókn og Vinstri-grænir) lögðu ofuráherslu á fjölskyldustefnu fyrir kosningarnar. Þetta er þeirra fjölskyldustefna.
Magnús Már Magnússon (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 11:05
Já þetta er bara grautfúlt allt saman. Synd að þeir sem vildu breytingar skuli svo sitja uppi með svona ráðslag.
Ragna (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 13:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.