Öll él birtir um síðir......

Jæja, þá er fjölskyldan að skríða saman eftir þessa þvílíku flensu.  Ég lá í rúminu frá mánudegi til föstudags með rúmlega 39 stiga hita og var þá komin með eyrnabólgu og kinnholubólgu og var sett á pensilín.  Held ég hafi bara hvorki fyrr eða síðar orðið svona veik.  Karlotta fékk flensuna á föstudag og hefur líka verið með háan hita og mikinn hósta og Ragnar litli er líka búin að vera með þennan óþverra.  Í gærkveldi var Magnús farin að hósta svolítið en hann ætlar að taka þetta á þrjóskunni og segist ekki ætla að verða veikur.  Oddur er alveg stálsleginn ennþá og skellti sér á fótboltamót á Akranesi í gær og skemmti sér mjög vel.  Bjarki var hjá okkur frá miðvikudagskvöldi því mamma hans var að fara (með flensu og hita) í innkaupaferð til London.  Hann sleppur vonandi við að fá þetta líka.

 Annars er það að frétta af mér að ég er að fara að byrja í nýrri vinnu.  Á miðvikudaginn mun ég hefja störf við Sunnulækjarskóla hér á Selfossi.  Ég hef ætlað að prófa að kenna í þessum skóla síðan hann byrjaði en einhvernvegin ekki komið mér í það, en nú verður bót á.  Ég mun kenna tvo morgna til að byrja með og smá auka síðan við mig þar til Magnús fer í fæðingarorlof, þá fer ég í fullt starf.  Held að þetta verði mjög spennandi breyting hjá mér.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hljómar alla vega mjög spennandi.  Gangi þér vel og góða skemmtun.  Vona að Oddur og Magnús sleppi alveg við flensuna. 
Kveðja, Anna Hjaltad. 

Anna Sigríður Hjaltadóttir (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 19:26

2 identicon

Rakst á síðuna þína inná Magnúsar.  Til hamingju með nýja starfið, gaman að breyta aðeins til. Vonandi eru allir á heimilinu að hressast, þetta er skelfileg/ar pest/ir sem er/u að ganga. Við erum öll búin að vera meira og minna veik sl. mánuð og orðið ansi gott í bili.

Hafið það sem allra best, Dóra Hanna og gengið í DK

Dóra Hanna Sigmarsdóttir (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband