Þó fyrr hefði verið..........
3.2.2008 | 12:13
Ég held að það sé kominn tími til að enduvekja þetta blogg formlega. Ég sem hafði hneykslast þessi ósköp yfir því hvað margir bloggarar væru latir við að skrifa, hélt þetta ekki lengi út sjálf. Ber héðan í frá mikla virðingu fyrir þeim sem blogga reglulega
Í síðustu færslu var ég að eignast litla frænku, sem er reyndar að verða 1 árs eftir rúman mánuð og dafnar mjög vel. Ég skipti sem sagt um vinnu í febrúar í fyrra (á sama tíma og bloggletin gerði vart við sig) og fór að kenna í Sunnulækjarskóla á Selfossi. Í vetur er ég að kenna aldursblönduðum hópi nemenda úr 4. og 5. bekk , Ég hef aldrei á mínum kennsluferli kynnst jafn strembinni skólabyrjun og núna í haust, þar sem tekinn var í notkunn seinni áfangi skólans, sem var ekki tilbúinn þegar nemendur mættu til náms. Kennarar voru að nota starfsdagana í að bera húsgögn til og frá, þurrka ryk af ýmsum munum og leita að kennslugögnum og bókum. Þar af leiðandi voru námsskrár ekki tilbúnar þegar skólastarf hófst. Nú er þetta allt komið á góðan rekspöl og útlit fyrir aðeins meiri frítíma m.a. til að blogga
Ragnar Fannberg byrjaði leikskóla 2. janúar og finnst það algert æði. Hann kveður foreldrana bara í dyrunum og getur ekki beðið eftir að fara inn að leika sér. Hann hefur verið duglegur að læra lög í leikskólanum og syngur hástöfum um Krumma sem krunkar úti og fleiri furðuverur. Ragnar er alltaf hress og glaður og verður án efa í stuði á 2 ára afmælinu sem nálgast óðfluga. Karlotta er líka farin að skipuleggja afmælið sitt og útbúa boðskort í tölvunni, full snemmt að mati móðurinnar, þar sem afmælið er um miðjan mars! Annars er hún dugleg í skólanum að vanda og æfir sund 3 í viku og píanó 2 í viku, svo hún hefur nóg fyrir stafni. Oddur Vilberg er að æfa á gítar 1 sinni í viku og mætti nú reyndar alveg hafa meiri áhuga, hann hefur meira gaman af því að göslast úti með vinunum eins og 8 ára dreng sæmir. Annars stundar hann skólann af kappi og rúllar upp stærðfræðinni.
Núna eru í gangi miklar pælingar hjá fjölskyldunni, því Magnús Már er að hugsa um að snúa sér aftur að vinnu í tölvugeiranum og ýmislegt í gangi með það. Hver veit hvað verður???? Vonandi skýrist það nú allt fljótlega og í ljós koma afdrif fjölskyldunnar.
Jæja, nóg um það í bili
Selfosskveðjur
Guðbjörg
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:17 | Facebook
Athugasemdir
Velkomin aftur til bloggheima. Það er allavega nógu margt fréttnæmt þessa dagana til þess að fjalla um. Ég var sko búin að taka þig af tenglalista því þar fær enginn að vera sem ekki sinnir blogginu sínu. Vertu nú dugleg til að detta ekki út aftur.
Knús á línuna,
Mamma (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 21:55
Ánægð að sjá að þú sért farin að blogga aftur :) Ég er einmitt frekar léleg í þessu, það er bara mamma sem er öflugur bloggari!
Karlotta er ekkert of snemma í að byrja að undirbúa, mars nálgast með öll marsbúaafmælin! Ég var að bylta mér andvaka í tæpan klukkutíma síðustu nótt og hugurinn var kominn á fullt með að plana veitingarnar í fyrsta afmæli litlu frænku þinnar í Kópavoginum ;) hehe Svo að ég skil hana Karlottu frænku mína bara vel! :)
Sigurrós (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 00:02
Það er nú ekkert að marka skipulagið hjá þér á öllu saman, Sigurrós mín. Vildi að ég hefði eitthvað af þessum skipulagshæfileikum þessa dagana. Tekur þú kannski að þér að fara í heimahús og plana fyrir fólk sem er með "alzheimer light"
kveðja
Systir
Guðbjörg Oddsdóttir, 4.2.2008 kl. 17:15
Ekki málið, ég er alveg fáanleg til útleigu ;) Er líka mjög ódýr, það þarf bara að gefa mér einhverjar gúmmelaðiveitingar ásamt vænu spjalli og þá er ég sátt!
Sigurrós (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 11:38
Sigurrós, þú ert hér með ráðin. Kaupi bara nokkur vínarbrauð og snúð með súkkulaði, gef þér kannski vatnsglas með ef þú verður dugleg
Guðbjörg Oddsdóttir, 5.2.2008 kl. 17:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.