Aaa Tsjú........

Þetta ætlar að vera meiri veikinda veturinn.  Yngsti fjölskyldumeðlimurinn hefur verið mjög ötull við að næla sér í kvef, kinnholubólgu, eyrnabólgu, þvagfærasýkingu og ég veit ekki hvað, það sem af er vetri.  Núna hefur hann verið heima úr leikskólanum í eina viku, en kemst nú vonandi á morgun eða hinn svo fremi að hann verði hitalaus þá.  Ég er núna komið í bælið honum til samlætis með kvef, hausverk, eyrnaverk og hita,  frábært.........

Ég er sannfærð um að ég verði kjörin starfsmaður ársins (not) þetta árið.  Og flensan er ekki enn komin á heimilið.  Oddur, sem ekkert borðar, virðist ætla að vera hraustastur á heimilinu sem ég skil reyndar ekki.  Hann er auðvitað alveg hættur að taka mark á þusi móður sinnar um að neysla á grænmeti og ávöxtum, fiski og þess háttar "ógeði" (að hans áliti) komi í veg fyrir veikindi og geri mann svo heilbrigðan.

Nóg um það í bili  A tsjú og bless, bless


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki gott ad heyra. vonandi hressist nu familian fljotlega. Kvedja,

Mamma (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband