Sagan endalausa.....

Hann litli sonur minn er enn á ný orðinn veikur.  Hann hafði ekki náð almennilega úr sér kvefinu um daginn og læknarnir vildu bíða og sjá enn ekki gefa honum neitt.  Í gær þegar hann var sóttur í leikskólann var hann með augun full af grefti svo pabbi hans fór með hann til doksa.  Viti menn, í ljós kom að drengurinn er með bullandi kinnholubólgu og bullandi eyrnabólgu auk þess sem augun í honum er hálf sokkin af einhverri drullu.  Sem sagt, ég er enn á ný heima með veikt barn.  Ég var svo blessunarlega búin að gleyma þessum "veikindakafla" frá því stóru börnin voru lítil.  Þau voru einmitt alltaf lasin á þessum aldri, Oddur þó sýnu verri en Karlotta.  Ég er að reyna að nýta tímann heima vel með því að læðast í tilþrif og önnur verk sem setið hafa á hakanum hjá mér.  það er einhvernvegin erfiðara að halda heimilinu í góðu horfi við hvern fjölskyldumeðlim sem bætist við : )

Annars var ég ótrúlega dugleg í gær og dreif mig í sund.  Ég fór með Oddi á fyrstu sundæfinguna sína í gær og horfði aðeins á hann.  Fór svo heim og sótti Karlottu og skellti mér svo sjálf í sund meðan sundæfingin hennar var.  Ég var búin að gleyma hvað þetta er ótrúlega hressandi og frískandi.  Það var nú eiginlega Karlottu að þakka að ég dreif mig.  Ég var komin á fremsta hlunn með að finna mér góða afsökun til að fara ekki og var að vandræðast með þetta þegar dóttir sagði: Það er nú ekki eins og það sé voða vont veður mamma, þú ert bara að reyna að finna afsökun.

Ég gat náttúrulega ekki verið þekkt fyrir það, svona uppeldislega svo ég skellti mér auðvitað.  Hér með verður þetta nýja líkamsræktin mín : )

kv

Guðbjörg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

amma Ragna Kristín sendir litla manninum koss og knús á öldum ljósvakans og óskar honum skjótrar heilsu.  afi bidur ad heilsa.  svo fá hinir líka knús.

Ragna (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband