Afmæli og aftur afmæli.....

Þá er best að skrifa nokkur orð.  Mikið annríki hefur verið á heimilinu undanfarið í viðbót við veikindi litla mannsins.  Mamma og Haukur voru að koma heim frá Tenerife á miðvikudagskvöld og á föstudagskvöld skellti húsmóðirin á heimilinu sér á langþráð djamm.  Starfsmenn Sunnulækjarskóla voru að kveðja Loga aðstoðarskólastjóra og af því tilefni fórum við á Draugasetrið á Stokkseyri og þaðan á Rauða húsið á Eyrarbakka í mat.  Þar var sungið og trallað og borðað og drukkið og allt mjög skemmtilegt.  Á laugardagsmorgun hófst ég handa við að mála svefnherbergið.  Ég valdi rosa flottan súkkulaðibrúnann lit á einn vegginn og hinir voru málaðir í sama ljósa lit og þeir höfðu verið.  Stefnan er að kaupa nýtt rúmteppi og gardínur og jafnvel fallegt myndverk á brúna vegginn.  Ég var alveg búin á því þegar ég settist fyrir framan imbakassann á laugardagskvöldið.  Í dag fórum við svo í bæinn í afmæli hjá Rögnu Björk, en hún fæddist fyrir nákvæmlega einu ári síðan.  Það var mikið um dýrðir í veitingunum hjá Sigurrós, hélt bara að þetta væri fermingarveisla Smile

Krakkarnir eru að fara að keppa í sundi á þriðjudaginn og ég ætla að kíkja á þau.  Á fimmtudaginn ætlar Karlotta svo að bjóða bekknum sínum í afmælisveislu, því við verðum ekki heima á afmælisdaginn hennar og auk þess komið páskafrí í skólanum.  Á föstudaginn verða nemendur mínir með árshátið í skólanum og eftir hádegi ætla ég að bruna heim og pakka niður fyrir fjölskylduna og þrífa húsið.  Laugardagurinn fer í að flytja mömmu og Hauk í kópavoginn, en þau eru búin að panta flutningabíl fyrir allt stóra dótið og ætla svo að smá flytja hitt sjálf í rólegheitunum.  Á sunnudaginn mun fjölskyldan síðan fara í langþráð frí norður til Akureyrar þar sem við förum í 50 afmæli hjá Axel og höldum upp á öll afmælin í fjölskyldunni.

Það er sem sagt nóg af verkefnum framundan og engin lognmolla hér frekar en fyrri daginn.

Lifið heil

Guðbjörg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulla Dan

Hæ Guðbjörg...

Til hamingju með litlu frænku þína í gær, voðalega líður tíminn svakalega hratt.

Það væri nú ekki leiðinlegt að vera á landinu næstu helgi og getað hjálpað til við flutninginn, en ég vona að gangi rosalega vel hjá ykkur.

Kveðja frá Dk, Hulla

Hulla Dan, 10.3.2008 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband