Samsæri......
31.3.2008 | 13:58
Synir mínir skipulögðu samsæri gegn mömmu sinni í nótt.
Eftir afmælishald í gær og undirbúning, bakstur og tilþrif fyrir afmæli á laugardag, var húsmóðirin á heimilinu orðin frekar lúin. Ég var búin að ákveða að fara í bað í gær eftir Mannaveiðar og hafa það huggó, fara síðan snemma í rúmið. Nákvæmlega á því augnabliki sem ég ætlaði að setjast niður og horfa á þáttinn fór eldri sonur minn á kvarta yfir magaverkjum og gubbaði síðan. Það sem eftir var kvölds og fram til kl. þrjú í nótt, fór í að sinna honum og skola sæng og rúmföt og föt o.s.frv. Ég ,,svaf" á svefnsófanum í sjónvarpsherberginu, þar sem ég var búin að planta honum, svo ég þyrfti ekki að standa uppá endann í alla nótt.
Þegar hann loks sofnaði heyrði ég óp úr svefnherberginu okkar, það var bóndinn sem æpti ,,hann er að æla". Ég stökk á fætur og inn í herbergi og við mér blasti sérlega ,,ánægjuleg" sjón. Tveggja ára snáðinn búinn að gubba allt út, sjálfan sig meðtalinn. Þegar búið var að skola úr öllu og skipta um föt á snáðanum var hann hinn hressasti og alls ekki á þeim buxunum að fara að sofa. Ég reyndi að beita öllum brögðum við að svæfa hann, en allt kom fyrir ekki. Loksins lognaðist hann útaf klukkan rúmlega fimm. Við sváfum þrjú inni í sjónvarpsherbergi það sem eftir lifði ,,nætur", en bræðurnir voru glaðvaknaðir og hressir rétt fyrir níu í morgun.
Mamma þeirra var hvorki glaðvöknuð né hress og hefur sinnt störfum sínum með hangandi haus það sem af er degi.
Er það löglegt að börn skipuleggi svona samsæri gegn foreldrum sínum, ég bara spyr ?
kveðja til ykkar allra
Guðbjörg
p.s. Ég óska Gústu frænku minni til hamingju með 30 + afmælið í dag
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hæ Hæ.
Ég er ekki en búin að finna uppskriftina en ætla mér að tala við tengdamömmu núna í vikunni og sendi þér þá mail
Frábært þegar börnin manns gera manni svona. Og geta svo ekki einu sinni séð sóma sinn í því að vera pínu lasinn daginn eftir svo mömmurnar geti með góðri samvisku verið heima hjá fársjúku barninu sínu og hvílt sig.
Kveðja héðan...
Hulla Dan, 31.3.2008 kl. 14:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.