Brjálað að gera..........

Það er aldeilis mikið að gera á heimilinu um þessar mundir.  Ljóst er að við erum að flytja um næstu mánaðamót og allt á fullu að byrja að pakka.  Einnig eru allir fjölskyldumeðlimir að keppast við að klára skólana sína, ýmis sem kennarar eða nemendur.  Við ætlum að flytja í Kópavoginn, í Ásakórinn og búin að finna fína íbúð þar.

Annars er yngsti karl búinn að vera svo hundlasinn að hann þurfti að dvelja aðeins inni á Barnaspítala.  Barnið fékk svo heiftarlega upp og niður pest að hann var orðinn þurr, ekkert búinn að láta ofan í sig í 3 - 4 sólarhringa.  Hann fékk næringu í æð í gærkvöld og glúkósa, hresstist heldur af því.  Samt er magapínan enn mikil og ekkert lát virðist á.  Hann var orðinn svo máttfarinn í fyrradag að hann lá bara og svaf, eins og í móki.  Vonandi fer hann að braggast annars þurfum við örugglega aftur inn á Barnaspítala.  Hann átti einmitt að vera að fara í rör og að láta taka nefkirtla á morgun, en það er of hættulegt þegar svona stendur á.

Ég hef því verið mjög löt að blogga sökum brjálaðs annríkis og mun það áreiðanlega verða svo enn um sinn.  Bið ég því mína fáu, en dyggu lesendur að vera þolinmóða í minn garð.  Minn tími mun koma........

kveðja til ykkar allra

 Guðbjörg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Gangi þér vel í öllu bröltinu. En það er nú samt slæmt að missa ykkur. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 14.5.2008 kl. 22:37

2 Smámynd: Hulla Dan

Þinn tími mun koma  Er það ekki nokkuð ljóst?

Vona að litli snáðinn fari að hressast og fluttningarnir gangi vel.  Og bæðavej... til lukku með þann snotra 12.maj. Þú átt nú pínu í honum, er það ekki?

Hulla Dan, 15.5.2008 kl. 07:47

3 identicon

Komdu sæl.

TIl hamingju með flutningana yfirvofandi, ég las um þá hjá mömmu þinni. En mest af öllu vona ég að drengnum þínum fari að batna, það er svo vont að sjá þau svona lasin og máttfarin. Batakveðjur,kærar kveðjur,Svanfríður.

Svanfríður (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 19:11

4 identicon

Þakka ykkur fyrir kommentin ykkar.  Það er nú gott að vita að einhver kemur til með að sakna manns Helga mín, það væri leiðinlegra ef öllum væri sama!  Drengurinn er ekki jafn slappur og hann var en þó enn með pípandi magapínu (komin 1. vika núna).  Nú ætlum við að dæla í hann acidophilus og ab-mjólk og sjá hvort eitthvað breytist.

Guðbjörg Oddsd.

Guðbjörg Oddsd. (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband