Leikskólamál
14.7.2008 | 11:28
Eins og ţiđ vitiđ fluttum viđ fjölskyldan í Kópavoginn ţann 1.júní. Um leiđ og viđ höfđum gert kauptilbođ sótti ég um leikskólapláss fyrir Ragnar Fannberg hjá Kópavogsbć, frá og međ 1. ágúst n.k. Ţegar viđ vorum flutt, hringdi ég í leikskólafulltrúa til ađ kanna stöđuna og hún sagđi ađ hann kćmist pottţétt inn á leikskóla, ég myndi fá bréf um máliđ fljótlega. Ţađ stóđ heima og bréfiđ um ađ Ragnar kćmist inn á leikskóla kom´nokkrum dögum síđar. Í bréfinu stóđ ađ Ragnar hefđi fengiđ pláss og ađ ég ćtti ađ stađfesta ţađ viđ leikskólastjóra viđkomandi leikskóla. Ég var himinlifandi og hafđi strax samband. Leikskólastjórinn var hins vegar mjög lođinn í tilsvörum og sagđist ekki lofa neinu, barniđ kćmist a.m.k. ekki inn í leikskólann 1. ágúst og sennilega ekki fyrr en í fyrsta lagi í september og kannski ekki ţá! Leikskólinn ćtti viđ vanda ađ stríđa í starfsmannamálum og veriđ vćri ađ auglýsa grimmt eftir fólki. Nú voru góđ ráđ dýr...... Ég mátti hringja aftur í byrjun júlí.
Ţegar ég hringdi aftur í byrjun júlí var alveg sama sagan og síđast, hún gat engu lofađ mér og ekkert sagt. Ţar sem ég á ađ byrja ađ vinna á nýjum vinnustađ 18. ágúst fannst mér ţetta ekki gott mál. Ekki gćti ég hringt og tilkynnt forföll fram í september, eđa lengur, vegna ţess ađ ég fengi ekki pössun fyrir barniđ mitt fyrr. Ég ákvađ ađ hafa aftur samband viđ leikskólafulltrúann hjá Kópavogsbć og sagđi henni hvernig í málinu lćgi. Ţar sem ţađ eru tveir leikskólar hér í hverfinu, báđir í um 5 mín. fjarlćgđ frá húsinu okkar, bauđst hún til ađ kanna máliđ á hinum leikskólanum. Ţegar hún hringdi aftur sagđist hún hafa rćtt viđ leikskólastjórann á hinum leikskólanum og ég mćtti hafa samband ţangađ í lok júlí og hann kćmist pottţétt inn ţar og jafnvel fljótlega eftir fríiđ.
Ég skil ekki alveg hvers vegna bréf um stađfestingu á leikskólavist eru send út til fólks,án ţess ađ börnin séu komin međ fasta og dagsetta vistun. En ég vil hrósa leikskólafulltrúanum fyrir ađ vera mjög liđleg, taka erindi mínu vel og sýna mér skilning auk ţess ađ gera allt sem hún gat til ađ liđka fyrir málinu. Nú hringi ég í lok júlí og ćtla rétt ađ vona ađ ég fá gleđifréttir, enda held ég ađ sonur minn verđi orđinn ţreyttur á ađ leika ,,bara" viđ mömmu í allt sumar, ţó hún sé ofsalega skemmtileg
Kveđja til ykkar allra
Guđbjörg
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:31 | Facebook
Athugasemdir
"Í leikskóla er gaman" eins og blessađ barniđ söng hér um daginn ;) Vonandi gengur ţetta upp eins og búiđ er ađ lofa ţér, ţetta er meira ófremdarástandiđ í daggćslumálum. Ég er alveg sammála ađ ég sé engan tilgang í ađ senda fólki bréf til ađ segja ţví ađ barniđ ţeirra sé komiđ međ pláss... "sko, einhvern tímann, bara ekki strax...!" Mér fyndist alla vega skárra ađ fá bréfiđ seinna og vera ţá pottţétt komin međ pláss.
Sigurrós (IP-tala skráđ) 15.7.2008 kl. 00:33
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.