MAMMA MÍA
16.7.2008 | 09:35
Ég fór að sjá Mamma Mia í bíó gær með mömmu og Sigurrós. Það var í einu orði sagt frábært. Stemningin í bíó var frábær, sennilega svona 90% konur og þær voru allar að ,,fíla myndina í botn" í lok myndar var klappað og stappað.
Þessi mynd byggir á ABBA lögunum og það voru mörg augnablik sem mann langaði að standa upp og bresta í söng og dans, þar sem maður sat í salnum. Leikararnir eru bara flottir, en ég verð að viðurkenna að Pierce Brosnan missti pínulítið ,,coolið" þegar hann fór að syngja. Ekki viss um að ég geti alveg séð hann í réttu ljósi sem töffara eftir að hafa verið svona ,,mjúkur" maður.
Ég er ákveðin í að kaupa mér diskinn með lögunum úr myndinni og syngja bara hástöfum heima (nágrönnum mínum til ómældrar ánægju)! Mæli með að allar konur sjái þessa mynd, hún er líka frábær fyrir vinkvennahópa að fara saman.
ABBA kveðjur til ykkar
Guðbjörg
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Það er bara einhvað við ABBA lögin sem kveikir hjá manni löngun til að syngja og dansa með - ég sá söngleikinn í Horsens fyrr á árinu og allur salurinn var í svipuðu stuði og þú ert að lýsa Ég er annars ekki hlutdræg þegar kemur að uppáhalds hljómsveitinni minni sem ég var hreinlega alin upp með, enda uppáhaldið hennar mömmu líka. Ég er annars komin hingað út frá síðu móður þinnar og hef kíkt á þig frá byrjun - kominn tími til að kvitta fyrir sig.
Kveða frá Kötlu.
Katla Lárusdóttir (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 10:32
Já þetta var mjög skemmtilegt. Gaman að sjá að einhverjir nenna að lesa rausið í manni, ég hélt að það læsi þetta enginn nema mamma og litla systir. Vertu ávallt velkomin
kv
Guðbjörg
Guðbjörg Oddsd. (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 11:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.