Er hægt að drepast úr leti?????

Það er ótrúlegt hvað maður getur verið andlaus stundum.  Var í ótrúlegu stuði um daginn þegar sólin og góða veðrið var ríkjandi, en nú nenni ég varla neinu.  Merkilegt hvað veðurfar hefur áhrif á orkustöðvarnar.  Stóru börnin voru að koma heim frá Egilsstöðum um helgina og Bjarki var hjá okkur svo það var mikið stuð og fjör.  Við stórfjölskyldan fórum í afmæli til Sigurrósar á laugardaginn og fengum dýrindis veitingar.  Síðan hefur húsmóðirin verið að springa úr leti.

Þarf eiginlega að skella mér í að flísaleggja smá í eldhúsinu, en er einhvernvegin ekki að koma mér í það.  Kannski er ég bara komin með ógeð á flísalögnumSmile 

Annars eru Oddur og Karlotta að fara aftur austur á föstudaginn, til að fara á tónleika á Borgarfirði Eystri.  Þetta eru árlegir tónleikar sem fengið hafa nafnið ,,Bræðslan".  Núna í ár mun Magni frændi þeirra syngja nokkur lög auk þess sem ég held að Emilía Torrini mæti og margir fleiri tónlistarmenn.  Þetta er frábært framtak hjá Þeim Vidda og Heiðari að brydda upp á þessum tónleikum og festa þá í sessi.  Krakkarnir ætla að koma heim fyrir verslunarmannahelgi því stefnum við að því að fara í Sælukot á útihátíð fjölskyldunnar og aldrei að vita nema við verðum skemmtileg við börnin og nennum að gista í tjaldi (a.m.k. svo eina nótt) en það fer eftir veðri.

Ég byrja svo að vinna 18 ágúst á nýjum vinnustað og er bara orðin ansi spennt.  Er að vona að Ragnar geti verið búinn í aðlögun á leikskóla fyrir þann tíma.  Hann er greinilega orðinn leiður á að vera einn heima með mömmu sinni í sumar því hann er farinn að syngja í tíma og ótíma ,,Í leikskóla er gaman, þar leika allir saman"  Ég skil alveg sneiðinaWhistling

Kveðja til ykkar allra

Guðbjörg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulla Dan

Það er ekki hægt að drepast úr leti... Þá væri ég löngu dáin
Svo ertu sennilega ekkert löt, bara pínu lúin.  
Vona að litli guttinn komist sem fyrst á leiksóla. Það er nefnilega svo gaman...

Hafið það sem allra best
Kveðja frá öllum hérna.

Hulla Dan, 25.7.2008 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband