Of gott til að vera satt
30.7.2008 | 17:39
Ja nú er það heitt! Það er ekki hægt að segja annað en að góða veðrið hafi komið með stæl, þegar það kom. Ég ákvað í morgun að best væri að eyða deginum úti í svona góðu veðri. Við Ragnar fórum með Sigurrós, Rögnu Björk, mömmu og Hauki á Árbæjarsafn að spóka okkur. Þar var múgur og margmenni, enda frítt inn í dag vegna veðurs. Við vorum reyndar líka glöð að komast heim og kæla okkur aðeins niður, það er stundum erfitt að vera lengi úti í miklum hita. Það er greinilega erfitt að gera manni til hæfis
Vona að þið njótið veðurblíðunnar
kv
Guðbjörg o.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Belive you me... Nýt þess í tætlur.
Njótið þess í tætlur.
Hulla Dan, 30.7.2008 kl. 19:18
Hitinn fór í 28 í skugga á fimmtudaginn var hér á Selfossi. Það er alveg svaka gaman að upplifa það...en svona aðstæður vil ég samt heldur sækja til annarra landa.
Eyjólfur
Eyjólfur Sturlaugsson, 1.8.2008 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.