Síðasta vikan í afslöppun....

Ætla að reyna að njóta þessarar viku í botn, þar sem ég fer að vinna á mánudaginn.  Annars er kannski ekki alveg hægt að segja að það hafi verið tóm afslöppun hér í sumar.  Flytja, koma sér fyrir, fara í ferðalög, Ragnar ekki á leikskóla og stóru börnin ekki búin að kynnast neinum krökkum.  Ég er búin að vera í fullu starfi sem ,,skemmtikraftur" barnanna minna undanfarið og það er bara hörkujobb Smile

Nú ætla ég að fara að grafa eftir skóladótinu mínu í geymslunni, get ekki beðið eftir fyrsta vinnudeginum.  Enda ástæðan fyrir því að ég er kennari sú að nú geta alltaf verið í skóla, jibíííí.

Kveðja

Guðbjörg O.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kvitt, fyrir innliti. Kveðjur og frænkuknús (verst að ná ekki að spjalla við ykkur systur sl sunnudag).

Anna Sigríður Hjaltadóttir (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 20:33

2 identicon

Þegar ég er spurð hvað dæturnar geri, þá get ég alltaf sagt að þær séu nú í barnaskólunum ennþá.
Knús frá
mömmu

Ragna (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 21:19

3 Smámynd: Hulla Dan

Frábært hvað þú hefur fengið gott frí... En svo er það líka búið .

Njóttu vikunar í botn.

Kveðja frá okkur hérna.

Hulla Dan, 13.8.2008 kl. 08:39

4 Smámynd: Hulda Brynjólfsdóttir

Já, þetta hefur verið geggjað sumar, - var líka að flytja og byrja að vinna á mánudag. En ég er ekki á nýjum stað eins og þú. Gangi þér vel.

Hulda Brynjólfsdóttir, 13.8.2008 kl. 17:14

5 identicon

Það hefur greinilega verið mikið meira en nóg um að vera og gera hjá fjölskyldunni undanfarið, en mér sýnist á myndum og bloggfærslum það hafi margt gott komið með öllum breytingunum hjá ykkur, þá væntanlega vegur stærst nálægðin við systur og móður: ) Gangi þér vel fyrsta vinnudaginn og vonandi eru börnin líka ánægð í skólanum, ekki bara mamman ; )

Kveða frá Kötlu.

Katla Lárusdóttir (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 17:19

6 identicon

Vá, takk fyrir innlitið allir.  Það leggst bara vel í okkur að búa hér og börnin eru bæði spennt og kvíðin að byrja í nýjum skóla.  Eins og þið þekkið sem hafið reynt, er alltaf dálítið tímafrekt að koma sér fyrir á nýjum stað og koma sér aftur inn í rútínu.

kv

Guðbjörg

Guðbjörg Oddsd (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband