Borgarstjórnarfarsinn

Ég veit bara ekki hvar þetta endar með borgarstjórnina í Reykjavík.  Enn á ný hefur samstarfi verið slitið í stjórn Reykjavíkurborgar og enn einn borgarstjórinn á leiðinni á biðlaun.  það hlýtur að vega þungt í rekstri borgarinnar að punga út öllum þessum aukamillum vegna biðlauna, sérstaklega þegar um er að ræða 1,1 miljón á mánuði sem eru laun borgarstjóra.  Kannski má segja að þetta sér betri kostur, af tvennu illu, fyrir Sjálfstæðisflokkinn.  En óneitanlega gerir þetta það að verkum að almenningur hlýtur að fara að missa allt traust á það fólk sem fer með stjórn borgarinnar, sama úr hvaða flokki það er.  Er ekki löngu orðið tímabært að maður geti bara kosið einstaklinga en ekki þessa flokka, bæði í bæjarmálapólitíkinni og í sveitastjórnarkosningum.  Ég er að öllu jöfnu ekki mjög pólitísk og hvað þá að ég sé að festa eitthvað á prent í þeim efnum, en þetta er alveg ótrúlegur farsi.

Kveðja til ykkar allra

Guðbjörg (að íhuga framboð : )


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulla Dan

Ojjj stjórnmál!

Góða helgi á ykkur

Hulla Dan, 15.8.2008 kl. 06:41

2 identicon

Hér er ég þér sammála Guðbjörg - hef oft velt því fyrir mér hvort þjóðin væri ekki betur stödd ef hún fengi að kjósa einstaklinga en ekki flokka, einstaklinga sem standa undir því sem þeir segja og gera. Veit annars fátt leiðinlegra en pólitíkin þó vissulega ég hafi mínar skoðanir á henni - er annars alveg að verða tóm af skoðunum í borgarstjórnarfarsanum sem þú kallar svo réttilega.

Kær kv. frá Kötlu.

Katla Lárusdóttir (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 11:44

3 identicon

Alveg sammála, einstaklinga en ekki flokka!

Enda virðist það hvort eð er vera mottóið t.d. í borgarstjórninni þar sem fólk, sem kosið var inn á vegum ákveðinna flokka, gerist skyndilega óháð og afneitar flokknum sínum. Ég á mjög erfitt með að skilja hvernig það er leyfilegt...!

Sigurrós (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband