Klukk - hvað ?

Ég get víst ekki skorast undan þessu klukki, bæði mamma og Sigurrós búnar að klukka migSmile

4 störf sem ég hef unnið:

Hér er sko af mörgu að taka, hef greinilega komið víða við en gert t.d. þetta:

Verkstjóri í unglingavinnu í Fellabæ í tvö sumur.  Vann í fataversluninni Skógar í tvö sumur, nokkur jólafrí og í hlutastarfi einn vetur.  Vann á endurskoðunarskrifstofu eina önn sem sendill/ritari og hef að lokum unnið sem grunnskólakennari í bráðum þrettán ár.

4 bíómyndir

Ég er alveg glötuð í að muna eftir því hvaða bíómyndir mér hafa fundist góðar, eins með hvaða bækur mér finnst góðar.  Hugsa oft með mér, þetta er besta mynd/bók sem ég hef séð/lesið og er búin að gleyma því eftir viku. En..........

Ég hef áreiðanlega horft 100 sinnum á pretty woman (mjög oft með mömmu eða systu ; ).  Mér fannst líka Mamma mía alveg frábær, ótrúleg stemmning.  Allar Harry Potter myndirnar eru góðar.  Svo verð ég að nefna eina mynd, ekki vegna þess að hún hafi endilega verið svo góð.  við systur gleymum henni líklega aldrei What lies beneath, minnir mig að hún heiti.  Hef aldrei verið eins hrædd og aldrei séð svona mynd eftir þetta.

4 staðir sem ég hef búið á

Egilsstaðir.  Selfoss. Surrey í Englandi og Reykjavík/Kópavogur.  þetta eru reyndar 5.

4 sjónvarpsþættir

Allir sem þekkja mig vel ættu að vita að ég er forfallin ER aðdáandi.  Ég hef líka fylgst með One tree hill (eins og unglingarnir).  Mér finnst alltaf gaman að horfa á CSI og finnst vera veisla ef ég get séð þætti um Taggart.  Annars elska ég flest alla breska þætti, fíla breskan húmor og elska að hlusta á ensku.

4 staðir sem ég hef komið til í fríum

Eitt sinn fór ég í reisu til Singapore og Taílands, hef líka komið ansi oft til Bretlands og á eftir að fara miklu oftar þangað (love it).  Í sumar fórum við familían til Danmerkur og ég hef líka komið til Spánar og á fleiri staði.

4 matarkyns

Mér finnst fiskisúpa eddu frænku algert æði, gæti borðað hana í öll mál.  Ég elska hamborgarhrygg eldaðan a la mamma style.   Humar er algert lostæti og neita mjög sjaldan góðum eftirrétti.

4 bækur

Allar Harry Potter bækurnar (er forfallinn potter aðdáandi).  Mér finnst mjög gaman að lesa bækur eftir Dan Brown og hef líklega lesið allar bækur Patriciu Cornwell um réttarmeinafræðinginn Kay Scarpetta.  einnig er ég nýlega búin að lesa The Machiavelli Covenant eftir Allan Folsom.

4 óskastaðir núna

Gæti vel hugsað mér að skreppa til Bretlands eða jafnvel Parísar í stutta ferð.  Væri líka til í að fara með bóndanum í helgarferð út á land á hótel eða í sumarbústað (barnlaus).  Gæti líka hugsað mér að prófa að fara til Köben í lok nóvember, svona aðventuferð.  Helst þyrfti ég að geta komist til þessara staða með hugarorku þar sem flugvélar eru ekki alveg vinkonur mínar.

 Vona að þið hafið fengið einhverja innsýn í mitt líf, annars verið óhrædd við að biðja um frekari upplýsingar Wink

Góða helgi öll sömul

kveðja

Guðbjörg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úff já, ég man enn eftir því þegar við fórum á "What Lies Beneath"... við vorum svo hræddar að það var örugglega kraftaverk að við náðum að keyra heim og svo hlupum við úr bílnum og heim að dyrum og komum varla lyklinum í skrárgatið fyrir hræðslu! Ég hef nú alltaf haft gaman af draugamyndum en hef ekki fyrir mitt litla líf þorað að sjá neina slíka eftir þennan hrylling! ;)

Sigurrós (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 22:56

2 identicon

Skemmtilegt að fá þessa innsýn!

Katla (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband