Svartur mánudagur.......

Ekki hefur nú verið gleðiefni að fylgjast með fjölmiðlum í dag.  Ekki veit ég hvaða þýðingu allt þetta hefur fyrir almenning í landinu, hef grun um að ekki sé allt látið flakka sem menn vita og sjá fyrir.  Við eigum t.a.m. eftir að fá greitt og greiða síðust greiðslu í nýrri íbúð og ekki er atvinna bankamanna tryggð.  Þungur dagur, en á morgun hef ég trú á því að menn vakni, tilbúnir til að gera það sem gera þarf og fá storminn í fangið.  Er það ekki Íslendinga siður að standa af sér storma.  Maður verður bara fyrst að fá einn dag til að vera svartsýnn.......

 kveðja

Guðbjörg O.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Já ég líka.  Tek bara einn svartsýnisdag í einu.

kv.

Es

Eyjólfur Sturlaugsson, 6.10.2008 kl. 22:19

2 Smámynd: Hulla Dan

Þetta kemur allt til með að lagast. Vittu til.

Kveðjur frá öllum hérna

Hulla Dan, 7.10.2008 kl. 07:54

3 identicon

Ekki um annað að ræða en spýta í lófana, upphefja bjartsýnina og jah, skipta um útlit á heimasíðunni

Ég er annars alger sökker fyrir rauðu svo þú færð stórann plús fyrir litavalið;)

Katla (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband