Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Fjölskyldan stækkar

Ég eignaðist litla frænku í dag.  Í morgun fékk ég skilaboð frá mömmu um að Sigurrós systir mín hefði farið upp á fæðingardeild um 5 í nótt og að kl. 10:30 hefðu verið komnir 8 í útvíkkun.  Þegar ekkert hafði frést kl. 14:00 var ég alveg að fara á límingunum.  Við Magnús ákváðum að renna til mömmu og ekki var stressið minna þar.  Við fórum heim um 15:30 og stuttu eftir að ég kom heim fékk ég langþráð skilaboð.

Lítil, frænka með dökkt hár, fæddist kl. 15:31 eftir svolítið strembna fæðingu.  Móðirin stóð sig eins og hetja og fékk enga deyfingu, geri aðrir betur með fyrsta barn.  Daman er 14 1/2 mörk og 50 sentimetrar. 

Hlakka til að fara að skoða hana frænku mína, vonandi á morgun.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband