Föstudagskvöld....

Þá er enn einn föstudagurinn runninn upp, ótrúlega líður tíminn hratt.  Ég skreiddist til vinnu í morgun og síðan á fund kl. 13.  Ragnar Fannberg fór í leikskólann og sá var glaður að hitta loksins önnur börn, veifaði bara og sagði bless við mömmu sína um leið og hann þaut inn að púsla. Um kvöldmatarleytið hélt ég á honum og hann segir eitthvað um "leikskóli" svo ég spyr hvort hann ætli aftur á leikskólann.  Sá stutti segir þá bara "okei, bless" og ætlar niður úr fanginu og fram að klæða sig í úlpu.  Bara sætastur....

Karlotta er að fara að keppa í sundi laugardag og sunnudag í Laugardalslauginni, svo maður þarf sennilega að kíkja eitthvað í bæinn.  Annars er mjög gaman að horfa á svona sundmót, meira að segja þegar maður er plataður í tímatökur eða þ.h.  Ég ætla að kíkja á hana systir mína líka ef hún er orðin hress af sínu kvefi og jafnvel plata hana með mér í IKEA.  Stefni að því að taka hele familien með mér. 

Oddur er alveg agalega spenntur því það var búið að lofa vini hans að gista hjá honum á laugardagskvöldið.  Hann færði sig auðvitað upp á skaftið og var að spá í að fá tvo vini til að gista, en ég gat sannfært hann um að betra væri að fá annan í einu.  Hann er algjör snúlli....  Annars ganga þeir bræður Oddur og Ragnar undir nöfnunum Emil I og Emil II hérna heima hjá sér, kannski að ég fari að nota kofann í garðinum sem smíðakofa?

Á sunnudaginn koma svo "tengdó" frá Akureyri.  Þau eru á leiðinni til Tenerife eins og fleiri og fara út á miðvikudaginn.  Ætla að koma til okkar og gista fram á mánudag og halda þá til Reykjavíkur í útréttingar, áður en þau fara í sólina.  Það verður gaman að sjá þau og mikið held ég að þau verði glöð að hitta Ragnar Fannberg sem hefur þroskast mikið síðan þau sáu hann síðast. 

Best að fara að horfa á "Gettu betur" með Magnúsi og krökkunum og spá í hvað best sé að elda fyrir Akureyringana.  Hafið það gott og gangið hægt um gleðinnar dyr elskurnar mínar.

 Guðbjörg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef nú soldið gaman af "Emils"-frændum mínum á Selfossi ;)

Sigurrós (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband