Smá blogg

Vona að það séu ekki alveg allir búnir að gefast upp á bloggleysinu í mér.  Það er bara búið að vera eitthvað svo brjálað að gera á öllum vígstöðvum (meira um það síðar). 

Við Ragnar verðum bara ein í kotinu um helgina, því Magnús og Bjarki Már fóru norður og Karlotta og Oddur eru hjá pabba sínum í Kópavoginum.  Annars erum við í hálfgerðu stofufangelsi því Magnús fór á bílnum okkar og Ragnar er auðvitað lasinn.  En það er búið að versla mat og drykk svo við sveltum ekki og svo verðum við bara að leika okkur og dúllast eitthvað saman.

Hef vonandi tækifæri til að blogga eitthvað meira um helgina.

Kveðjur til ykkar allra

Guðbjörg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulla Dan

Vona að fjölskyldan sé komin heim og þið laus úr stofufangelsinu

Góða viku til ykkar, kveðja úr sumrinu hérna

Hulla Dan, 6.5.2008 kl. 16:17

2 identicon

Blessuð Guðbjörg,

Af einu bloggi á annað lenti ég hér. Tók mig smá tíma að fatta hver höfundurinn hér er enda hef ég aldrei séð þig með stutt hár og sennilega komin 15-16 ár síðan ég sá þig síðast. Gaman að rekast hér inn. Allt í lagi þó þú munir ekki eftir mér ... en við vorum um leið í ME og svo er ég frá firðinum fagra Hornafirði !

Kíki aftur við tækifæri - Guðrún Sigfinnsdóttir

Guðrún Sigfinnsdóttir (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 12:50

3 identicon

Ég man bara mjög vel eftir þér Guðrún, gaman að heyra frá einhverjum frá fyrri tíð

Ég kíkti á bloggið þitt og sé að þú býrð í Ameríkunni og átt þessi líka gullfallegu börn.  Eins og þú sagðir þá lærir maður margt á blogginu!

kveðja  Guðbjörg

Guðbjörg Oddsd. (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband