Þingvellir/Selfoss, here we come...

Eftir rokið í gær er skollið á logn og hiti.  Ég skellti mér í ræktina í morgun meðan Magnús og Ragnar busluðu í sundlauginni.  Skellti mér svo aðeins í pottinn á eftir og smá sólbað í leiðinni.  Bara yndislegt....... 

Nú er ætlunin að skella sér á örlítinn rúnt austur yfir fjall, með viðkomu á Þingvöllum.  Þar er meiningin að kaupa ís og spóka sig aðeins, halda svo á Selfoss og kíkja kannski í heimsóknir.  Bjarki er búinn að vera hjá okkur um helgina svo við keyrum hann líka heim í leiðinni.  Set kannski inn nokkrar myndir þegar heim kemur, verð nú að fara að taka mig á í þeim efnum (er bara svo mikill klaufi að mér tekst alltaf að klúðra þeim einhvervegin).  Eigið góðan dag í dag gott fólk

kveðja til allra

Guðbjörg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulla Dan

Bara frábært.
Hér er sumarið loksins komið og endalausar strandarferðir framundan

Knús og kossar til ykkar og vonandi fáið þið meira af sól og blíðu.

Hulla Dan, 27.7.2008 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband