Ég á nóg af peningum..........

Ég hef verið að lesa mjög svo áhugaverða bók, sem ber heitið "Þú átt nóg af peningum.....þú þarft bara að finna þá.  Í þessari bók er hafsjór af fróðleik um fjármál, á máli sem fólk eins og ég skilur.

Höfundurinn, Ingólfur H. Ingólfsson, kennir manni að borga niður skuldir sínar hraðar en gengur og gerist og spara sér þannig milljónir í vexti, til langs tíma litið.  Ég hef strax hafið undirbúning að þessum aðgerðum á mínu heimili.  Í bókinni kemur einnig fram að útgjaldaliðir heimilisins eigi að vera þrír: skuldir - neysla og sparnaður.  Hann varar við því að ætla að spara afganginn af laununum eftir að hafa gert allt hitt, það verður sjaldnast afgangur og þar af leiðandi enginn sparnaður Frown

Nú á að taka sér þessa bók til fyrirmyndar og byrja á að leggja fé í sparnaðinn, ég er búin að reikna þetta allt út.  Ég get stytt lánstímann á lánunum mínum úr 37,4 árum í 17 ár með auðveldum hætti.  Frábært........

Annars hef ég nú alltaf verið dugleg að nurla saman krónum og aurum.  Það er góður skóli að vera einstætt foreldri um tíma, því maður lærir að spara og vera nægjusamur, svo fékk ég auðvitað ágætis fjármála uppeldi á mínu bernskuheimili.

Annars held ég að Magnús sé dauðfegin að ég sé búin með bókina því hann hefur þurft að hlusta á heilu ræðurnar um vexti, vaxtavexti, verðbréf, skattamál og fleira að undanförnu.  Nú segir hann bara já við þessum nýju aðgerðum með von um að ég hætti nú þessu rausiSmile  Nei,nei hann er alveg sammála mér í þessum efnum eins og öðrum.  Hann veit auðvitað hvað hann á ofboðslega klára konu!!!!!

Hafið það gott þar til næst

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guðbjörg mín, égveit nú ekki annað en að þú hafir alltaf farið vel með peninga en það má kannski segja að alltaf sé hægt að bæta.  Þetta er greinilega hin fróðlegasta lelsning. Ég fæ þessa töfrabók kannski lánaða við tækifæri til að fá upplýsingar um hvað svona gamlingjar sem eiga allt skuldlaust eiga að gera til að búa til lausafé.  Svo er bara að vita hvort mamma er sammála öllu  - hún getur nú verið erfið stundum. 

Mamma (IP-tala skráð) 26.1.2007 kl. 23:59

2 identicon

Til hamingju með bloggið frænka.  Ég á þessa bók sem þú ert að tala um og sé það á færslunni þinni að það er ekki nóg að eiga bara bókina heldur verður maður að lesa hana og tileinka sér hluti úr henni líka :)!  Gangi þér vel í bloggheimum.

Kveðja, Anna Sigríður Hjaltadóttir 

Anna Sigríður Hjaltadóttir (IP-tala skráð) 28.1.2007 kl. 11:44

3 identicon

Til hamingju með nýju síðuna.  Sniðugt hjá þér að sökkva þér ofan í fjármálin; það er víst aldrei of varlega farið í þeim efnum.  Annars er eitt sem þarf að passa þar að lútandi og ég veit ekki hvort það kemur fram í bókinni, en það er að höfuðstólsfærðir vaxtavextir á ársgrundvelli fari ekki fram úr öðrum brúttó-vaxtagreiðslum, því annars verða fyrrnefndu vextirnir ekki frádráttarbærir frá skatti - en slíkt getur numið talsverðum fjárhæðum fyrir utan vaxtabætur.

Kveðja frá Króknum, Birkir.

Birkir (IP-tala skráð) 29.1.2007 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband