Styttist óðum.............

Ég hef verið í fæðingarorlofi frá því 26. mars árið 2006 og nú er janúar 2007 á enda.  Þetta þýðir að ég fer að vinna eftir c.a. 2 mánuði.  Tilhugsunin um það vekur bæði með mér ótta og ánægju.  Ánægju yfir því að komast meira út á meðal fólks og tilheyra ákveðnum hópi aftur.  Á hinn bóginn er ég alveg til í að vera lengur að dúllast með börnin mín og sinna þeim eins og "alvöru" mamma, auk þess sem ég veit ekki alveg hvort ég vil fara aftur að kenna á mínum gamla stað. 

Stundum grípur mig veiki, sem ég held að grípi alla kennara reglulega, hún heitir ,,hvernig datt mér í hug að verða kennari".  En vegna þess að maður hefur svo gaman af því að vinna með börnum og starfið er mjög fjölbreytt (aldrei nein lognmolla) þá kemst maður yfir veikina fljótt, þó hún blossi upp annað slagið.  Ég held að þetta hafi kannski eitthvað með launin að gera og einnig mjög aukið álag á þessa starfsstétt.  Stundum langar mig til að vera í vinnu sem lýkur daglega á ákveðnum tíma og ég þarf ekkert að hugsa um þar til næsta dag.  Í kennslunni er maður alltaf með vinnuna í hausnum, alltaf að upphugsa eitthvað sniðugt til að gera og komandi heim með próf, vinnubækur og ritgerðir til að fara yfir.  Ef maður vill vera virkilega góður kennari, sem flestir vilja auðvitað, fer bara mikill tími í undirbúning og skipulagningu.  Ég hef stundum sagt að það sé lífsstíll en ekki atvinna að vera kennari.  Á mínu heimili eru tveir kennarar og það kæmi mér ekki á óvart ef eitthvað af börnunum ætluðu að verða kennarar!!!

Jæja, ég held að ég hætti þessu rausi, svo ég fæli ekki þessa fáu lesendur mína í burtuGrin 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ,

 ég held að það sé mikið til í þessu hjá þér Guðbjörg. Það er svo sannarlega frekar hægt að orða það sem lífsstíl en atvinnu að vera kennari. Ég lagði aldrei út í að kenna mitt fag, heimilisfræðina, í 100% stöðu. Ég reyndar fékk alveg pata af starfinu áður en ég útskrifaðist með því að kenna 25% stöðu. Þess vegna ákvað ég að gefa bókasafninu í skólanum séns og sé alls ekki eftir því. Þó ákvað ég að hverfa alveg af braut um tíma og láta gamla drauminn minn rætast.

Ég er þó alveg sannfærð um að ég er ekki afhuga kennslunni um aldur og ævi. Ég á eftir að prófa þetta almennilega - en hugsa að heimilisfræðin verði því miður aldrei heillandi sem full vinna því launin dekka aldrei alla þá vinnu sem lagt er í starfið eins og þú komst orðum að.

Ég hvet þig til að prófa eitthvað nýtt stefni hugurinn til þess - það er gott að nýta tímann eftir fæðingarorlofið því það er hvort eð er enn einn nýr kaflinn í okkar skemmtilegu ævi.

Bestu kveðjur,
Stefa

Stefa (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 20:24

2 identicon

Takk fyrir þetta Stefa mín, maður veit aldrei hvaða tækifæri bíða handan hornsins : )

kv  Guðbjörg

Guðbjörg O (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 20:28

3 identicon

Eins og þú segir þá virðist blessaður lífsstíllinn vera ættgengur ;)

Sigurrós (IP-tala skráð) 4.2.2007 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband