Allt gengur sinn vana gang....
18.2.2007 | 16:44
Ég er greinilega ekki eins dugleg að blogga og ég þóttist ætla að vera Í vikunni byrjaði ég í nýju vinnunni minni og skemmti mér konunglega, var með upplýsingatæknismiðju fyrir 4 - 6 bekk. Ég kunni bara vel við að kenna í opnu rými en ekki lokaðri skólastofu, var mest hissa á því hvað það var mikill vinnufriður og lítill kliður. Reyndar var ég með fleiri nemendur þegar tímanum lauk, en þegar hann byrjaði því nokkrir drengir höfðu laumað sér í hópinn því þeir vildu ómögulega vera þar sem þeir áttu að vera.
Núna er Karlotta að verða búin að vera í gifsinu í 4. vikur og hefur staðið sig eins og sönn hetja. Krakkarnir í bekknum hafa ekki verið neitt voða dugleg að heimsækja hana svo hún hefur orðið að láta sér nægja félagsskap okkar á heimilinu og ömmu sem kíkir reglulega á hana. Á morgnana vaknar hún og fer að læra, því hún kemst ekkert í skólann. Hún var nú samt svo óheppin að fá flensuna og í vikunni fékk hún þvílíkar blóðnasir að ég hef aldrei sé annað eins. Endaði með að fara með hana upp á spítala því það hætti ekki að blæða. Þar var einhverri grisju með efni sem á að stöðva blóðnasinar stungið í nefið á henni og loks hætti þetta. Þeir héldu að slímhúðin væri svona þurr eftir flensuna og þessvegna hefði þetta gerst.
Oddur Vilberg er greinilega hraustastur á heimilinu (7, 9, 13) því hann er sá eini sem hefur verið stálsleginn meðan hinir voru veikir og slappir. Hann er alltaf að æfa fótbolta og var heldur en ekki montinn í vikunni þegar þjálfarinn bauð honum að koma á markmannsæfingu. Hann hlakkaði til að geta verið á æfingu með Bjarka (stjúpbróðir sínum), því hann æfir mark og er mjög efnilegur.
Ragnar Fannberg hjartaknúsari heldur áfram að þroskast og dafna og bræða öll hjörtu sem á vegi hans verða. Hann er alltaf að segja fleiri og fleiri orð (a,m,k skilur heimilisfólkið hann). Núna er uppáhalds orðið pabbi eða pabba sem hann segir í tíma og ótíma, mamma hans er að verða frekar móðguð við hann. Hann segir ekki mamma nema hann nauðsynlega vanti eitthvað. Hann segir líka datt, taka, hoppa, Oddur, dudda, Da (Karlotta) og einhver fleiri. Hann hendist um allt hús á rassinum og skoðar margt með fingrunum, stundum við litla kátínu annarra, sérstaklega þegar hann ákveður að taka til í dvd myndunum eða geisladiskunum.
Magnús Már er að kenna tölvunámskeið núna í tvær vikur, hjá Fræðsluneti Suðurlands. Þessari kennslu sinnir hann á kvöldin eftir venjubundinn vinnudag. Hann er líka búinn að vera svo rosalega duglegur í ræktinni undanfarið, fer í karlatíma tvisvar í viku og svo sjálfur að lyfta þess utan.
Læt þetta duga af fjölskyldunni í bili
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.