Kennarar að brennar út........
21.4.2008 | 16:19
Mikið var ég ánægð með forsíðu DV í morgun. Fyrir þá sem ekki hafa séð hana er verið að fjalla (loksins) um flótta úr kennarastéttinni og álagi á þá kennara sem enn hafa ekki gefist upp. Rætt er við unga konu sem búin var að mennta sig í KHÍ og gafst upp á kennslunni. Sagðist ekki nenna að vinna fyrir þessi skítalaun og undir svona miklu álagi. Sagði það vera nauðsynlegt að eiga góða fyrirvinnu, ætli maður sér að vera kennari. Ég spyr, hvað þá með fjölskyldur þar sem báðir aðilar eru kennarar? Einnig kom fram að það stefndi í óefni á Höfuðborgarsvæðinu næsta vetur vegna flótta úr kennarastéttinni, það vantar a.m.k. 137 kennara fyrir næsta vetur.
Ég er svo glöð að loksins skuli fjölmiðlar vera að ranka við sér og farnir að færa fréttir af ástandinu. Mér hefur oft dottið í hug að það þyrfti að bjóða ráðamönnum þjóðarinnar að kenna í grunnskóla í viku, því ég er viss um að þeir yrðu fljótir að gera einhverjar breytingar eftir þann tíma. Ég hangi enn í kennarastarfinu af einskærri þrjósku. Ég er ekki tilbúin að kyngja því, að hafa menntað mig til kennslustarfa, til að láta bola mér úr starfinu sem ég hef oftast svo gaman af. Hins vegar hef ég tekið eftir mikilli breytingu þau 12 ár sem ég hef verið að kenna. Stöðugt fleiri störfum hefur verið troðið inn í vinnuramma kennara, án þess að launin séu aukin í samræmi við það. Ég hef orðið áþreifanlega vör við aukið virðingaleysi nemenda fyrir reglum, fullorðnum og eigin námi og ég tel það vera alvarlegasta vandamálið. Ég held að þetta sé nokkurs konar þjóðfélagsmein sem er tilkomið af því að foreldrar hafi minni tíma með börnum sínum inni á heimilunum. Ég er að minnsta kosti þreyttust á því að nemendur svari fullorðnu fólki með skít og skömm og dónalegu orðbragði og einnig samnemendum sínum. Í vetur hefur farið meiri tími í það hjá mér og samkennurum mínum að sinna ýmsum agamálum, en kenna nemendum ! Þá er nú eitthvað verulegt að.
kveðja til ykkar allra
Guðbjörg
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hér eru hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar í verkfalli, líka einhver hluti af leikskólakennurum. Mér finnst það gott.
Mér finnst að þeir sem hugsa um börnin okkar og sjá um foreldra okkar þegar þeir geta það ekki sjálfir, taka okkur að sér ef við lendum í slysi og eru ekki fær að sjá um okkur, mér finnst að þetta fólk ætti að vera með miklu hærri tekjur en það hefur.
Ábyrgðin er rosaleg, og ég vill frekar halda góðu fólki í þessum stéttum og borga þeim mjög vel, heldur en að vera að fá 17 ára ómenntaða og óharnaða unglinga inn í sumarafleisingar til að hugsa um gamla fólkið.
Hafðið það sem best og ég er spennt að fylgjast með hvort þið seljið og flytjið .
Hulla Dan, 23.4.2008 kl. 07:25
Góð færsla hjá þér frænka!
Anna Sigríður Hjaltadóttir (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 14:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.