Er á lífi....

Vona að ,,allir" sem lesa síðuna geti verið í rónni þegar ég læt vita af þessari staðreynd.  Bloggleysið undanfarið, má rekja til annríkis á heimilinu og í vinnunni, en einnig í heilakerfi þeirra fullorðnu á heimilinu.  Málið er nefnilega að Magnús var að fá vinnu í Reykjavík, er búinn að skrifa undir samning og allt frágengið.  Þetta starf er hjá Straumi fjárfestingabanka.  Við höfum verið að velta fyrir okkur möguleikum okkar í stöðunni í sambandi við búsetumál og daglegar keyrslur á höfuðborgarsvæðið.  Það hafa verið farnir margir hringir í ákvarðanatökunni, að vera á Selfossi, nei Reykjavík, nei Selfossi o.s.frv.  Við sjáum fyrir okkur að með hækkandi eldsneytisverði geti orðið ansi kostnaðarsamt að standa undir rekstri bíls, hvað þá bíla, því ég get ekki verið bíllaus á Selfossi meðan Magnús er í Reykjavík.  Ákvörðun var tekin um það í vikunni að skrá húsið á sölu og sjá hvort eitthvað gerðist með það mál.  Held reyndar að markaðurinn hér sé alveg dauður um þessar mundir.......... 

En ef þið vitið um einhvern sem þarf nauðsynlega að kaupa sér krúttlegt hús á Selfossi með 6 svefnherbergjum, þá sendið mér endilega póst W00t

Ég hef líka verið að velta fyrir mér hvernig ég eigi að tækla vinnumálin mín.  Er eiginlega búin að fá stöðu hér á Selfossi næsta skólaár, sem ég var mjög ánægð með.  En nú þarf ég að fara að kanna málin eitthvað á höfuðborgarsvæðinu, skilst nú reyndar að það vanti frekar kennara þar en hitt svo ég er að reyna að vera vongóð með þetta allt saman.

Mér líður eins og ég hafi verið sett í stóran rússíbana sem ég veit alls ekki hvort eða hvenær stoppar.  Allavega eru hugsanir mínar þannig þessa dagana, allar í einum graut.  Við höfum ákveðið að líta á þetta sem áskorun fyrir fjölskylduna og að þetta verði bara lítið ævintýri sem við ætlum að hafa gaman af. 

 kveðjur til ykkar allra

Guðbjörg O.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vona bara svo sannarlega að þetta gangi allt vel hjá ykkur og þið seljið fína húsið ykkar og komið svo til höfuðborgarinnar.

Kær kveðja og knús

Mamma í Kópavogtinum (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 23:22

2 Smámynd: Hulla Dan

Og ég sem hélt endilega ad tid værud ad fara ad flytja til Akureyrar  
Svona getur madur nu misskylid hlutina stundum.
Vona ad allt gangi ad óskum.

Kvedja frá DK

Hulla Dan, 16.4.2008 kl. 23:42

3 identicon

Já vonandi gengur þetta allt fljótt og vel þó ég sé ekkert ofur bjartsýn.

Hulla mín þú ert ekki að misskilja neitt, það stóð til fyrr í vetur en svo fékk Magnús þessa fínu vinnu í Rvk. svo nú er stefnan sett þangað.  Skjótt skipast veður í lofti.

 kveðja

Guðbjörg

Guðbjörg Oddsd. (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 22:07

4 identicon

Litla systir situr með krosslagða fingur og vonar svo innilega að þið seljið sem fyrst og getið komið hingað á höfuðborgarsvæðið. Við mæðgurnar þrjár bara verðum að vera allar á sama stað því það væri svo gaman! :)

Sigurrós (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband