Hollustuhelgi

Það hefur verið ákveðið að fara smátt og smátt að breyta mataræði á heimilinu til hins betra, þ.e. hollari matur.   Ekki svo að skilja að við borðum afskaplega óhollan mat, en alltaf má gott bæta!

Það er ótrúlegt hvað maður getur verið vanafastur og litlir hlutir eins og að drekka mikið af vatni, vafist fyrir manni.  Ég er búin að sjá að mesta vandamálið við að breyta svona hlutum er að byrja að breyta hugarfarinu.  Hugsa um hvað er gott fyrir mann og hvað lætur manni líða vel, en ekki hvað er ómótstæðilegt og lætur manni svo kannski líða illa lengi á eftir, að ég tali nú ekki um samviskubitið! 

Ég er svo heppin að vera að vinna með konu sem er dugleg að borða hollt fæði og lumar á ýmsum góðum uppskriftum og hugmyndum.  Ég fékk hjá henni uppskrift af pizzabotni úr spelti og lyftidufti, reyndar líka brauðuppskrift.  Ég bakaði pizzuna í gærkvöld og setti á hana hakk, papriku, tómata og sveppi og auðvitað sósu og svolítið af osti.  Mér fannst þessi pizza mun betri en þær sem maður kaupir á pizzastað, auk þess sem hún fór mun betur í maga.  Gerið var ekki að segja til sín allt kvöldið.  Samstarfskona mín laumaði líka að mér að hún poppi alltaf úr kókosolíu þegar hún fær sér popp.  Þetta prófaði ég líka um helgina og héðan í frá borða ég ekki öðruvísi popp.   Það kemur örlítill kókoskeimur af poppinu og þetta er sjúklega gott, í viðbót við það að það er bara ,,holl" fita í kókosolíu, engar transfitur!

Ég ætla að fara rólega á þessari braut svo ég geri fjölskylduna nú ekki afhuga tilrauninni svona í fyrstu atrenu.  Kynna inn eitthvað nýtt svona smátt og smátt og sjá hvernig það fellur í kramið.  Grunar reyndar að húsbóndinn á heimilinu komið til með að eiga hvað erfiðast með að aðlagast heilsustefnunni, en sjáum hvað setur!

kveðja til ykkar allra

Guðbjörg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband