Þetta gengur ekki lengur
17.9.2008 | 22:27
Tvö blogg í mánuði.......þetta gengur auðvitað alls ekki. Stefnan er að fara að sinna þessu betur.
Annars er allt gott að frétta af fjölskyldunni í Kópavoginum og lífið farið að ganga sinn vana gang. Ragnar Fannberg fékk loksins pláss á leikskóla og finnst ótrúlega gaman á leikskólanum sínum Kór. Hann er líka svo duglegur að æfa sig að vera bleyjulaus og pissa í kopp eða klósett eins og ,,stóru krakkarnir". Hann er líka að æfa sig í að sofa í ,,stórustráka rúmi" við ómælda gleði foreldranna því hann kemur a.m.k. 10 ferðir fram úr því áður en hann lognast útaf. Karlotta var að byrja í söngskóla Maríu í síðustu viku og líkar mjög vel og hún ætlar líka að halda áfram að læra á píanóið. oddur minn Vilberg er nokkuð kátur þessa dagana og hefur verið mjög duglegur við að kynnast nýjum strákum, bæði í sínum bekk og hinum 4. bekknum í skólanum. Það er a.m.k. alltaf einn eða tveir drengir með honum þegar hann kemur heim úr skólanum, þó hann fari líka stundum heim með öðrum. Hann fór t.d. í náttfatapartý í dag eftir skóla, þá bauð einn strákur öllum hinum strákunum úr árganginum heim til sín, allir í náttfötum auðvitað
Magnús er ánægður í nýju vinnunni og hefur haft nóg að gera nú í haust. Hann tók upp á því að fara með strætó í vinnuna svo frúin geti haft bílinn til að skutlast með börnin til og frá. þetta er líka svo ótrúlega umhverfisvænt.
Ég er líka mjög ánægð í vinunni minni og alltaf meira en nóg að gera. Hef, eins og kennara er síður, verið að dröslast með heimavinnu heim til að sinna á kvöldin svo dagarnir eru stundum langir, en það stendur nú allt til bóta. Er með námskynningu á morgun fyrir foreldra 6 ára barna frá 17:30 - 19:30, boðið upp á súpu og brauð og fyrirlestur um heilsu og hollustu, ásamt fleiru. Enda er ég að kenna í heilsuskóla þar sem allir bekkir fara í íþróttir, sund eða hreyfingu á hverjum degi - frábært mál. Enda eflir það námsárangurinn að hreyfa sig reglulega og eykur blóðflæði til heilans.
Kveðja til ykkar allra
p.s.
Silla og Loftur Þór áttu bæði afmæli á mánudaginn var - til hamingju með það.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:28 | Facebook
Athugasemdir
Frábært hvad allir adlagast vel.
Og gott fyrir tig ad hafa bílinn
Vona ad tid hafid tad sem allra best.
Kvedja frá øllum hérna
Hulla Dan, 17.9.2008 kl. 23:37
Ætlaði einmitt að senda þér smákurteisis-ýtnis-kveðju í gær en mátti ekki komenta á færslu á undan, svo gömul var hún orðin
Gott að heyra að allt gangi vel og nóg hjá öllum að bardúsa!
Kær kv. frá Kötlu.
Katla (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 11:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.