Lélegt heilsufar húsmóðurinnar

Ég var mátulega búin að stæra mig af því að hafa varla orðið lasin síðan áður en ég varð ófrísk, þegar ég lagðist í rúmið.  Á sunnudaginn fór ég í afmæli og var þá byrjuð að hósta svolítið.  Í gær vaknaði ég svo með bullandi kvef, illt í hálsinum, með höfuðverk ofl.  Þegar leið á dagin var ég orðin svo slöpp að Magnús kom heim um 2:30 með vinnuna með sér og ég fór inn í rúm að sofa.  Magnús bjargaði mér svo í dag með því að vera heima að hjálpa mér með Ragnar og Karlottu.  Það er að segja ég svaf og hann sá um börnin Smile  Ég er að drekka töfrasafa tengdamömmu í gríð og erg, en hann á að laga kvef o.þ.h. kvilla.  Annars er ég mest hrædd um að Magnús og Ragnar séu að fá þetta líka, en vonandi sleppa þeir!

Ég sá frétt í sjónvarpsfréttum Rúv í gærkvöldi sem hneykslaði mig verulega.  Hjón (á Íslandi) höfðu keypt sér fallegt hús fyrir litlar 100 milljónir til þess eins að rífa það og byggja nýtt, sem samræmist þeirra smekk.  HVAÐ ER AÐ Á ÍSLANDI Í DAG?  Er fólk haldið svona mikilli firringu.  Ég held að þeir ríku í landinu hafi gleymt öllu sem heitir velsæmi, skynsemi og siðsemi og hugsi meira um flottræfilshátt, að toppa næsta mann.  Það var sorglegt að horfa á þegar vinnuvélar méluðu þetta fína hús.  Á meðan býr fólk á íslandi undir fátæktarmörkum.  SKAMM, SKAMM, SKAMM..........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú verður endilega að láta mig vita hvort töfrasafinn virkar. Ef svo er, þá ætti ég kannski að pína mig til að búa til smá skammt af honum. 

Sigurrós (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 10:57

2 identicon

Ferlegt að verða svona mikið veik. Ég vona að hitinn fari að fara eitthvað niður fyrir 40° og þú að hressast.

Kveðja og knús frá mömmu

Ragna Kristín J (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 12:55

3 identicon

Ekki skrítið að ekkert hafi verið bloggað - hvílíkt ástand á einni fjölskyldu, meira og minna allir veikir. Það eins gott að Magnús Már er eins og kletturinn í hafinu og hefur staðið þetta af sér. En, það er mál að linni.

Ég sendi góðar kveðjur og ósk um bata.

Mamma (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 14:02

4 identicon

Þetta með firringuna-ég gæti ekki verið meira sammála. Svo er fólk sem kaupir svona ofboðslega dýr hús en getur svo ekki búið sér til heimili vegna himinhárra afborganna og á þá varla eitt né neitt inni í sjálfu húsinu. Veistu að þetta er svo fáránlegt að þetta er orðið meinfyndið.

Ég vona svo innilega að pestin hverfi fljótlega og að þér fari að líða betur.  Kærar kveðjur, Svanfríður, bloggvinkona mömmu þinnar.

Svanfríður (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband