Naflastrengurinn loks að slitna...

Þau stóru tíðindi hafa orðið að mamma og Haukur hafa keypt sér glæsilega íbúð í Reykjavík og munu flytja í hana í byrjun mars.  Ég er mjög glöð fyrir þeirra hönd og veit að þau eiga eftir að hafa það gott í höfuðborginni.  Þetta verða viðbrigði fyrir mig og stóru börnin mín sem svo til alltaf hafa haft ömmu nálægt sér(eins og ég gerði þegar ég var að alast upp). Þegar Karlotta var 3. mán. fluttum við í húsið á Kambsveginum og þá bjó amma uppi og við, litla fjölskyldan niðri.  Þar bjuggum við þar til Oddur var að verða 2 ára, þegar ég flutti með börnin á Selfoss.  Ári síðar flutti mamma á Selfoss.  Aldeilis hefur hún mamma mín bjargað mér oft á tíðum með pössun og einfaldlega góðri nærveru sinni.  Nú er sem sagt formlega komið að því að slíta naflastrenginn, kannski kominn tími til þegar litla barnið (hún ég) er óðum að nálgast fertugt!!

Oddur og Karlotta hafa notið þess að hafa "Ömmudag/ömmudaga" sem felast í því að amma hefur sótt þau í skólann og þau lært og gert ýmislegt huggulegt með ömmu.  Nú verða þau svo heppin að fá annars konar ömmustundir með ömmu í Rvk. og ekki finnst þeim verri tilhugsunin um að fá jafnvel að gista hjá ömmu í nýju íbúðinni.

Það mun ekkert breytast með það að við mamma tölum saman í síma nærri daglega og kannski verður maður nú duglegri að fara í bæinn en ella.  Sigurrós systir mín á nú aldeilis inni að hafa mömmu nálægt sér, svona til tilbreytingar : )  Ragna Björk fær þá líka að kynnast ömmu sinni og nöfnu vel.

 Þetta er allt saman hið besta mál.  Hver veit nema ég flytji bara eitthvað burt líka!!!!

 Kær kveðja

Guðbjörg O.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er auðvitað Kópavogurinn sem varð fyrir valinu því sagt er "Það er gott að búa í Kópavogi"  Auðvitað verða samskiptin jafn góð og áður, bara öðruvðisi. Amma á nú eftir að sakna ungviðisins og ömmudaganna en sumir þurfa nú að þola lengri vegalengdir í aðskilnaði.

Amma sendir góðar kveðjur og knús í Grundartjörnina.

Amma Ragna (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband