Nú er úti veður vont....

Þá erum við Ragnar komin á stjá eftir svefnlitla nótt.  Magnús Már var með "rauðvínsklúbb" í gærkvöldi, fyrir samkennara sína (karlkyns) hér heima.  Karlotta og Oddur fóru í bæinn til pabba síns og ég hafði ætlað að gista hjá mömmu með Ragnar Fannberg.  Þegar koma að því að fara til mömmu var staðan sú að Ragnar var með rúml. 39 stiga hita og mikið kvef, mamma var lasin og það var brjálað veður úti!  Nú voru góð ráð dýr.  Magnús hélt það nú að karlarnir kæmu þó það væri "smávegis" vont veður Cool.  Ég brá á það ráð að fara með ferðarúmið hans Ragnar inn í Karlottu herbergi sem er í skúrnum og þar höfðumst við Ragnar við í nótt.  Ég horfði á DVD mynd í fartölvunni og las meðan eldingar dönsuðu um himininn og vindurinn gnauðaði.  Þegar ég ætlaði að fara að sofa fór litli karl að rumska.  Hann fékk annað slagið slæm hóstaköst svo hann stóð alveg á öndinni svo það endaði með að ég tók hann upp í einbreiða rúmið sem ég svaf í.  Framhaldið er það að ég staulaðist framúr í morgun skökk og skæld í bakinu og gat varla snúið hálsinum, hvíldin hafði ekki verið mikil. 

Ég var mest hissa að sjá að það var enn vont veður þegar ég vaknaði í morgun og nú undir hádegi gengur á með þvílíkum éljum að ekki sést í næsta hús.  Veit ekki hvar þetta endar allt saman með þetta blessaða veður.  Mikið verður maður glaður þegar þegar snjóa léttir og fer að vora !!!

Bjarki Már hefur miklar áhyggjur af færðinni því hann á að vera að keppa í RVK seinni partinn og pabbi hans ætlaði að keyra hann og taka Odd og Karlottu með heim til baka.  Ég er ansi hrædd um að ekki verði af þeim áformum.  Ég ætla að minnsta kosti að vera í náttfötum heima hjá mér fram eftir degi og horfa á sjónvarpið, lesa sauma út og leika við Ragnar Fannberg.  Það fær mig enginn út fyrir dyr í þessu veðri Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband