Konudagur

Minn konudagur var eiginlega í gær.  Ég var heima að dundast við að taka til í herbergjum eldri barnanna þegar bóndinn kom heim úr verslunarleiðangri í Bónus.  Hann birtist með þennan fína blómvönd handa frúnni.  Magnús var líka búinn að kaupa kökusneið handa okkur með kaffinu og Bjarki fékk snúð og Ragnar kleinu.  Oddur og Karlotta voru í Reykjavík.  Bjarka Má langaði svo í bíó að sjá Step up 2, en við vorum fyrir nokkru búin að sjá mynd nr. 1.  Ég ákvað að skella mér með honum í bíó því hann fékk enga krakka með sér og við skemmtum okkur ansi vel. Þessi mynd er bara ansi skemmtileg.  Þegar við komum heim úr bíóinu var Magnús búinn að elda handa okkur dýrindis kjúklingarétt, kveikja á kertum og setja nýju blómin á borðið.  Kvöldinu var svo eytt fyrir framan sjónvarpið við að horfa á Eurovision og mynd með Söndru Bullock.  Í dag sunnudag er ég að undirbúa foreldraviðtöl sem eru á morgun, mánudag.  Eftir hádegi ætlum við út í snjóinn í gönguferð með Ragnar á sleðanum og vonandi nennir "tilvonandi unglingurinn" með.  Litli bróðir hefur nú ansi mikið aðdráttarafl.

Kveðjur til ykkar allra

Guðbjörg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband