Norðurlandið....

Við tókum ákvörðum um það á fimmtudagskvöld að skella okkur á Sauðárkrók með fjölskylduna um verslunarmannahelgina.  Ég pakkaði í bílinn á föstudaginn og svo fórum við krakkarnir að sækja Magnús í vinnuna kl. 16 og lögðum þá beint af stað.  Það var nú ekki mikil umferð á leiðinni, ekki eins og maður hefði haldið að væri um verslunarmannahelgi.  Ferðin gekk vel fyrir sig og við vorum komin á Krókinn rúml. 8.  Bróðir hans Magnúsar, Birkir Már, býr á Sauðárkróki í stóru einbýlishúsi svo við fengum bara herbergi fyrir okkur.  Tengdaforeldrar mínir komu líka þangað á föstudaginn ásamt systurdóttir Magnúsar, henni Heiðbjörtu.  Á laugardag kom síðan systir hans Magnúsar eldri dóttir hennar Íris og hann Jóel litli 3 mánaða snúður.  Veðrið lék nú ekkert við okkur um helgina en þó var ýmislegt gert sér til dundurs.  Á laugardaginn skruppum við aðeins í Skagfirðingabúð og fórum síðan eftir hádegi á smá rúnt , framhjá Hólum og Hofsósi og fengum okkur síðan kaffi og eplaköku í Lónkoti.  Tengdapabbi grillaði síðan læri í kvöldmatinn og allir borðuðu á sig gat, enda bragðið algerlega himneskt.  Þau hjónin höfðu kryddað það með rósmarín, hvítlauk ofl. og ég hef sjaldan eða aldrei borðað jafn gott lambakjöt. 

Á sunnudaginn skruppum við að Grettislaug til að fara í bað.  Börnin fengu fræðslu um Gretti og afrek hans, áður en haldið var af stað.  Hanna Gunna, Íris og Jóel litli fóru reyndar heim til Akureyrar, því sá litli var orðinn ergilegur.  Veðrið var ekki sem best, ansi mikið rok og ekki mjög hlýtt svo við Ragnar Fannberg dunduðum okkur við að horfa á stóra gröfu sem var við vinnu hjá lauginni meðan hinir skelltu sér í bað.  Krakkarnir skemmtu sér ótrúlega vel og var það mikil upplifun fyrir þau að fara í svona náttúrulega laug.  Þeim þótti heldur ógeðslegt að baða sig innanum slím og annan ófögnuð, til að byrja með, en það gleymdist fljótt.  Það kom sér vel að það eru tvær sturtu heima hjá Birki, því öll hersingin varð að þvo sér rækilega þegar heim var komið og hlýja sér svolítið í leiðinni.  Um kvöldið borðuðum við gómsætan grillaðan lax.  Karlarnir og Oddur fóru í pool og pílukast í bílskúrnum eftir matinn, en konur og stelpur horfðu á bíómynd í sjónvarpinu.

Fjölskyldan lagði svo af stað heim um 11 leytið í gær, til að lenda ekki í mestu umferðinni og var komin í höfuðborgina um 14:30.  Þá fórum við beint í pönsur og nýbakað brauð hjá Mömmu og Hauki í Fensölunum.   Næstu dagar fara líklega í að þvo þvotta, því af nógu er að taka þar sem Oddur og Karlotta komu með flugi frá Egilsstöðum á fimmtudaginn s.l. eftir rúmlega viku fyrir austan.

Morgninum var eytt ásamt Sigurrós og Rögnu Björk í sólbaði og busli í Salalauginni og í dag er stefnan tekin á Fjölskyldu og Húsdýragarðinn, ef sólin lætur sjá sig aftur undan skýjunum.

Kveðjur til ykkar allra

Guðbjörg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulla Dan

Greinilega nóg að gera hjá ykkur.

Mér er farið að dauðlanga til að koma heim og túristast dálítið. Ferðast um landið og skoða og príla um fjöll

Hafið það sem allra best.

Hulla Dan, 5.8.2008 kl. 13:24

2 identicon

Takk fyrir heimsóknina og bakkelsið í dag :)

En hvað er annars með þessa sól síðustu daga?!? Það er sól snemma á morgnana, svo fer hún og rigningarskýin láta sjá sig á þeim tíma sem okkur hentar að fara í Húsdýragarðinn, og svo kemur sólin aftur um kvöldmatarleytið? Þetta fer nú að verða þreytandi ;)

Vonandi gengur okkur betur að kalla fram gott veður í næstu viku!

Sigurrós (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband