Ættartengsl....

Í gær fór ég á stutt ættarmót í Árnesi.  Þar komu saman afkomendur Ingigerðar Runólfsdóttur og Þorsteins Þorsteinssonar frá Berustöðum, sem voru langa,lang amma mín og afi. 

Það er alltaf gaman að hitta ættingja sína, suma þekkir maður vel, aðra kannast maður við og enn aðra hefur maður aldrei séð.  Karlotta komst að því að drengur sem hefur verið með henni í bekk í 4 ár í Vallaskóla á Selfossi er skyldur henni, þetta þótti okkur mjög merkilegt.  Sigurrós systir mín komst líka að því að bekkjarsystir hennar úr MR er skyld henni.  Þetta er það sem er svo skemmtilegt við svona ættarmót.  Við vorum líka ótrúlega heppin með veður því sólin skein og börnin gátu því leikið sér úti, enda ekki mjög áhugasöm um ræður og langar tölur um ættartengsl.

kveðja til ykkar allra

Guðbjörg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulla Dan

Finnst svoo gaman á svona ættarmótum.
Kemst bara svo sjaldan.

Kveðja úr íslenska veðurfarinu í Dk.

Hulla Dan, 11.8.2008 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband